Amnesty International

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Amnesty International eru alþjóðleg samtök sem berjast fyrir mannréttindum um allan heim. Samtökin voru stofnuð árið 1961 af breskum lögfræðingi, Peter Benenson. Samtökin hafa skoðun á pólitík, trúmálum eða hugmyndafræði. Árið 1963 urðu samtökin fyrst alþjóðleg. Samtökin fengu friðarverðlaun Nóbels árið 1977.[1] Merki samtakana er gaddagirðing sem umlykur kerti og var hannað af Diana Redhouse. [2]

Saga[breyta | breyta frumkóða]

Upphaf Amnesty varð þegar stofnandi samtakana, Peter Benenson, breskur lögfræðingur, hóf átak fyrir mannréttindum, 1961. Fyrsta mál hans var fangelsisvist Portúgalskra nemenda sem höfðu verið fangelsaðir fyrir að hafa skálað fyrir frelsi. Ári síðar fór Amnesty í sína fyrstu rannsóknarferð, til Ghana. Á sama áratug fékk Amnesty ráðgjafarhlutverk hjá UNESCO og hafa unnið náið með Sameinuðu þjóðunum síðan þá. [3]

Íslandsdeild Amnesty International[breyta | breyta frumkóða]

Íslandsdeild Amnesty International var stofnuð árið 1974 í Reykjavík.

Hún tekur að sér málefni sem aðalskrifstofa Amnesty International hefur rannsakað.

Íslandsdeildin býr einnig yfir öfluguri Ungliðahreyfingu fyrir 14 til 25 ára.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Nobel Peace Price 1977
  2. „Amnesty's candle in barbed wire“. Afrit af upprunalegu geymt þann 18. júní 2008. Sótt 19. október 2010.
  3. The history of Amnesty International

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]