Gerald Ford

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Gerald Ford

Gerald Ford (fæddur 14. júlí 1913, látinn 26. desember 2006) var 38. forseti Bandaríkjanna frá 9. ágúst 1974 til 20. janúar 1977 fyrir repúblikana. Hann fæddist í Omaha í Nebraska og útskrifaðist sem lögfræðingur frá Yale. Gegndi herþjónustu í sjóhernum 1942 til 1946. Að auki var hann þingmaður fyrir Michigan í Fulltrúadeild Bandaríkjaþings 1949 til 1973 og leiðtogi flokks síns í deildinni 1965 - 1973 en demókratar höfðu þá meirihluta þar.

Hann var varaforseti Bandaríkjanna í forsetatíð Nixons og tók við þegar Nixon sagði af sér í kjölfar Watergate-hneykslisins. Hann tapaði síðan kosningunum 1976 fyrir Jimmy Carter. Stjórn hans var mjög umdeild, meðal annars vegna sakaruppgjafar sem hann veitti Nixon og vegna þess að í tíð hans hörfaði Bandaríkjaher endanlega frá Víetnam. Hann er eini forseti Bandaríkjanna sem hvorki var kosinn varaforseti né forseti í almennum kosningum.


Fyrirrennari:
Richard Nixon
Forseti Bandaríkjanna
(1974 – 1977)
Eftirmaður:
Jimmy Carter
Fyrirrennari:
Spiro Agnew
Varaforseti Bandaríkjanna
(1973 – 1974)
Eftirmaður:
Nelson Rockefeller


  Þetta æviágrip sem tengist sögu og stjórnmálum er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
  Þessi Bandaríkja-tengda grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.