Norman Borlaug

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Norman Borlaug

Norman Ernest Borlaug (25. mars 191412. september 2009)[1] var bandarískur landbúnaðarverkfræðingur, mannvinur og handhafi friðarverðlauna Nóbels. Hann hefur verið nefndur „faðir grænu byltingarinnar“.[2]

Borlaug lauk doktorsgráðu í plöntusjúkdómum og erfðafræði frá Háskólanum í Minnesota árið 1942. Hann tók til starfa í rannsóknum í Mexíkó, þar sem hann þróaði hveitiafbrigði sem voru vel varin sjúkdómum og höfðu mun betri nyt en önnur afbrigði.

Um miðja 20. öldina kom hann ræktun þessara afbrigða í gang í Mexíkó, Pakistan og Indlandi með þeim afleiðingum að fæðuræktun í þessum löndum stórjókst og fæðuöryggi þeirra stórbatnaði.[3] Þessi aukning í fæðuframboði hefur verið nefnt Græna byltingin og Borlaug er oft eignað að hann hafi bjargað yfir milljarði manna frá hungurdauða um allan heim.[4] Hann fékk friðarverðlaun Nóbels árið 1970 í þakkarskyni fyrir að hafa stuðlað að friði í heiminum með öruggara fæðuframboði.

Seinna á lífsleiðinni einbeitti hann sér að því að auka fæðuframboð í Asíu og einkum Afríku.[5]

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  1. „Nobel Prize winner Norman Borlaug dies at 95“.[óvirkur tengill]
  2. The father of the 'Green Revolution'“. Did You Know?. University of Minnesota. Retrieved 2006-09-24.
  3. „Borlaug, father of 'Green Revolution', dead“. Afrit af upprunalegu geymt þann 3. desember 2009. Sótt 4. desember 2010.
  4. The phrase "over a billion lives saved" is often cited by others in reference to Norman Borlaug's work (e.g., [1] Geymt 6 nóvember 2011 í Wayback Machine). According to Jan Douglas here Geymt 29 september 2009 í Wayback Machine, Executive Assistant to the World Prize Foundation, the source of this number is Gregg Easterbrook's 1997 article "Forgotten Benefactor of Humanity", the article states that the "form of agriculture that Borlaug preaches may have prevented a billion deaths."
  5. "Why can't we grow new energy?", Juan Enriquez, Recorded September 2007 in New York City.[2] Geymt 10 júlí 2010 í Wayback Machine