Fara í innihald

Grábrókarhraun

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Kort af Grábrókarhrauni.
Horft yfir Grábrókarhraun.
Hringvegurinn þverar Grábrókarhraun

Grábrókarhraun er úfið apalhraun í Norðurárdal í Borgarfirði. Það er um 3400 ára gamalt og er vaxið mosa, lyngi og birkikjarri. Hraunið er mun yngra en sjálfur berggrunnur þessa svæðis er með elsta bergi á íslandi eða um 13 milljón ára og eru slíkar andstæður hvergi meiri á Íslandi en í Norðurádal. Grábrók er stærst þriggja gígja á gossprungu. Þessir gígir eru Stóra-Grábók, Litla-Grábrók og Grábrókarfell sem stundum er nefnt Rauðabrók. Litla-Grábrók er að mestu horfin vegna jarðrasks. Gígirnir eru friðlýstir sem náttúruvætti. Grábrókarhraun er á náttúruminjaskrá. Háskólinn að Bifröst og Hreðavatnsskáli eru í Grábrókarhrauni.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  • Þorsteinn Jósepsson, Steindór Steindórsson og Páll Líndal (1982). Landið þitt Ísland, A-G. Örn og Örlygur.
  • Björn Hróarsson (1994). Á ferð um landið, Borgarfjörður og Mýrar. Mál og menning. ISBN 9979-3-0657-2.
  Þessi Íslandsgrein sem tengist landafræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.