Fara í innihald

Viðar Eggertsson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Viðar Eggertsson (f. 18. júní 1954) er leikstjóri, leikari auk þess að hafa starfað sem leikhússtjóri.

Viðar stundaði nám við Leiklistarskóli SÁL frá 1972 til 1975 og lauk því við Leiklistarskóla Íslands (nú: Listaháskóli Íslands) 1976. Einnig nám í Verkefnastjórnun - leiðtogaþjálfunná við Endurmenntun Háskóla Íslands. Auk þess hefur hann sótt ýmis námskeiða í leik, leikstjórn, útvarpsþáttagerð bæði hér heima og erlendis.

Viðar hefur starfað bæði sem sem leikstjóri og leikari auk þess að stofna leikhóp og verið leikhússtjóri. Hann hefur leikstýrt á sviði yfir 50 leikverkum auk þess að leikstýra fyrir útvarp og sjónvarp. Leikið í um 70 leikverkum á sviði, að viðbættum hlutverkum í útvarpi, sjónvarpi og kvikmyndum. Auk þess hefur hann starfað erlendis, sem leikari á Írlandi og sem leikstjóri í Færeyjum

Viðar stofnaði einn elsta starfandi sjálfstæða leikhópinn á Íslandi, EGG-leikhúsið1981. Hann var leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar, Útvarpsleikhússins og Leikfélags Reykjavíkur.

Fyrir störf sín vil leikhús hefur Viðar hlotið ýmsar viðurkenningar og verðlaun fyrir leik og leikstjórn og verið boðið með sýningar sínar víða um lönd.

Hann hefur verið dagskrárgerðarmaður við Rás 1 - RÚV frá árinu 1977 og á að baki fjölda útvarpsþátta aðallega um menningarmál en líka þjóðlegan fróðleik og viðtalsþætti.

Eftir sextugt hóf Viðar þátttöku í félagsmálum eldri borgara og hefur verið virkur baráttumaður fyrir bættum kjörum eftirlaunafólks.

Leikstjórn

[breyta | breyta frumkóða]

Helstu leikstjórnarverkefni í atvinnuleikhúsi

[breyta | breyta frumkóða]
  • Sannar sögur af sálarlífi systra, leikgerð Viðars úr skáldsögum, höfundur þeirra: Guðbergur Bergsson, Þjóðleikhúsið 1994 og hlaut Menningarverðlaun DV 1995 fyrir leikgerð og leikstjórn.
  • Kaffi e. Bjarni Jónsson, Þjóðleikhúsið 1998. Var þeirri sýningu boðið á Bonner Biennale í Þýskalandi 1998.
  • Hægan, Elektra e. Hrafnhildi Hagalín, Þjóðleikhúsið 2000. Sýningin var tilnefnd til Menningarverðlauna DV auk þess að vera boðið á Norræna leiklistardaga í Færeyjum 2002
  • Shopping & Fucking e. Mark Ravenhill, EGG-leikhúsið 2000.
  • Öndvegiskonur e. Werner Schwab, Borgarleikhúsið 2001.
  • Laufin í Toscana e. Lars Norén, Þjóðleikhúsið 2001.
  • Túskildingsóperan e. Bertolt Brecht og Kurt Weill, Nemendaleikhúsið 2001. Menningarverðlaun DV 2002 fyrir þrjár síðastnefndu sýningarnar, Öndvegiskonur, Laufin í Toscana og Túskildingsóperuna.

Helstu leikstjórnarverkefni í áhugaleikhúsi

[breyta | breyta frumkóða]
  • Þið munið hann Jörund e. Jónas Árnason, Leikfélag Selfoss 1984 (tvenn verðlaun á leiklistarhátíð í Dundalk á Írlandi: sýningin og besti karlleikari í aukahlutverki).
  • Smáborgarabrúðkaup, e. Bertolt Brecht, Leikfélag Selfoss 1997 (valin Áhugaverðasta áhugaleiksýning ársins og sýnd í Þjóðleikhúsinu 1997).
  • Sálir Jónanna ganga aftur, e. Hugleikara, Hugleikur 1998 (boðid á leiklistarhátíðir í Noregi, Litháen og Færeyjum 1998-99).
  • Hvenær kemurðu aftur raudhærði riddari? e. Mark Medoff, Leikfélag Hafnarfjarðar, 2000 (verðlaun: besta leikkona í aðalhlutverki á Leiklistarhátíð Bandalags íslenskra leikfélaga, 2000).

Helstu leikstjórnarverkefni í Útvarpsleikhúsinu

[breyta | breyta frumkóða]
  • Rung læknir e. Jóhann Sigurjónsson, 1978.
  • Basil fursti 16 þættir í leikgerð Viðars, 1990.
  • Þrautagangan frá Yanacocha til framtíðar e. Manuel Scorsa 1991.
  • Einhverjar raddir e. Joe Penhall, 2001.
  • Dáið er allt án drauma höfundur leikgerðar Bjarni Jónsson úr skáldsögu Halldór Kiljan Laxness, Barn náttúrunnar, 2002.
  • Hinn íslenski aðall - höfundur leikrits Bjarni jónsson, byggt á skáldævisögu, höfundur hennar: Þórbergur Þórðarson, 2004. Íslensku sviðslistaverðlaunin, Gríman, 2004.
  • Skugga-Sveinn e. Matthías Jochumsson, 2005. Gefið út af hljóðbók.is 2007
  • Söngur hrafnanna e. Árna Kristjánsson, 2014. Íslensku sviðsleiklistaverðlaunin, Gríman, 2014.

Leikstjórn í sjónvarpi:

[breyta | breyta frumkóða]

Framleitt af Ríkissjónvarpinu og sýnt þar.

  • Vilhjálmur og Karitas e. Sigurður Valgeirsson og Sveinbjörn I. Baldvinsson, 1984-85.
  • Fastir liðir eins og venjulega (aðstoðarleikstjóri Gísla Rúnars Jónssonar), e. Edda Björgvinsdóttir, Helga Thorberg og Gísli Rúnar, 1985
  • Vilborg í gluggaröð e. Sigurður Valgeirsson og Sveinbjörn I. Baldvinsson
  • Á jólaróli e. Iðunn Steinsdóttr, 1987.
  • Íslensk þrá - tveir sjónvarpseinleikir e. Guðberg Bergsson, 2000.

Önnur störf í leikhúsi

[breyta | breyta frumkóða]
  • Stofnandi og aðaldriffjöður EGG-leikhússins frá stofnun þess 1981.
  • Leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar frá vori 1993 til ársloka 1995. Ráðinn þá sem leikhússtjóri hjá Leikfélag Reykjavíkur og sinnti því í nokkrar vikur.
  • Leikhússtjóri Útvarpsleikhússins á RÚV, 1. janúar 2008 - 1. desember 2015.
  • Skrifað nokkrar leikgerðir fyrir svið og útvarp.
  • Ritstjóri leikskráa fyrir Alþýðuleikhúsið, EGG-leikhúsið og Leikfélag Akureyrar.
  • Gert leikmyndir fyrir sumar sýningar sínar í áhugaleikhúsum, sem og fyrir Alþýðuleikhúsið og EGG-leikhúsið.
  • Stundakennari við Háskóla Íslands, Leiklistarskóla Íslands, Leiklistardeild LHÍ og Leiklistarskóla Bandalagsins.

Önnur starfsreynsla

[breyta | breyta frumkóða]

Helstu trúnaðarstörf

[breyta | breyta frumkóða]
  • Þingmaður Samfylkingarinnar sem 3. þingmaður í Reykjavíkurkjördæmi suður tímabundið, 20.02.2023 - 07.05.2023, fyrir Kristrúnu Frostadóttur.
  • Varamaður i stjórn Ríkisútvarpsins 2022 -
  • Annar varaþingmaður Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi suður 2021 - 2024
  • Fulltrúi (varaformaður og ritari 2021 - 2023) í fulltrúaráði Leigufélags aldraðra 2021 -
  • Fulltrúi FEB í fulltrúaráði Múlabæjar 2021 -
  • Meðstjórnandi / varamaður í stjórn FEB - Félags eldri borgara í Reykjavík 2020 - 2024
  • Í Öldungaráði Reykjavíkurborgar, fulltrúi FEB (varaformaður frá hausti 2022) 2020 - 2024. Fulltrúi U3A 2024 -
  • Í stjórn Menningarsjóðs Félags leikstjóra á Íslandi 2020 - 2022
  • Formaður stjórnar Leiklistarsjóðs Þorsteins Ö Stephensen við RÚV 2015 -
  • Í stjórn Samtakanna 78 2005 - 2007
  • Forseti Sviðslistasambands Íslands 2002 - 2009
  • Formaður Félags leikstjóra á Íslandi 1991 - 1992 og 2002 - 2007
  • Í stjórn og síðar sérstakur ráðgjafi stjórnar Alþjóða leikhúsmálastofnunarinnar, (e.The International Theatre Institute ITI) 2002 - 2009
  • Í stjórn NTU, Norræna leiklistarsambandsins 2002 - 2007
  • Dagskrárnefnd Listahátíð 2002 og 2004
  • Í stjórn Norðurlandahússins í Færeyjum 2000 - 2005
  • Ritari í stjórn Sviðslistasambands Íslands 1999 - 2002
  • Ritari í stjórn Félags leikstjóra á Íslandi 1999 - 2002
  • Í stjórn Íslenska dansflokksins 1996 - 2000
  • Í stjórn Félag íslenskra leikara 1981 - 1987

Verðlaun

  • Menningarverðlaun DV 1995 í leiklist fyrir leikstjórn og leikgerð Sannar sögur af sálarlífi systra (Þjóðleikhúsið)
  • Menningarverðlaun DV 2001 í leiklist fyrir leikstjórn á þremur leiksýningum: Öndvegiskonur (Borgarleikhúsið), Laufin í Toscana (Þjóðleikhúsið) og Túskildingsóperan (Nemendaleikhúsið)
  • Gríman, íslensku sviðslistaverðlaunin 2004 fyrir útvarpsverk ársins, Hinn íslenski aðall (Útvarpsleikhúsið, RÚV)
  • Gríman, íslensku sviðslistaverðlaunin 2014 fyrir útvarpsverk ársins, Söngur hrafnanna (Útvarpsleikhúsið, RÚV)