Leiklistarskóli SÁL

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Leiklistarskóli SÁL var stofnaður af ungu fólki árið 1972 sem hafði áhuga á að fullgildur leiklistarskóli yrði starfræktur á Íslandi og hafði myndað samtökin „SÁL“ sem er skammstöfun fyrir „Samtök áhugafóks um leiklistarnám“. Leikfélag Reykjavíkur og Þjóðleikhúsið höfðu rekið hvort sinn leiklistarskóla en lagt þá niður, Leikfélagið útskrifaði síðustu nemendur sína 1969 og Þjóðleikhúsið 1971. Skólarnir voru lagðir niður til að leggja áherslu á að ríkið stæði að rekstri fullgilds leiklistarskóla.

Þegar ekkert bólaði á ríkisleiklistarskóla fór SÁL af stað með leiklistarskóla þar sem var unnið eftir þeirri hugmyndafræði sem leiklistarskólar voru reknir eftir á hinum norðurlöndunum, hvað varðar stundaskrá og námsgreinar. Fyrsti árgangurinn hóf nám 1972 og næstu tvo ár hófu nám sitt hvor árgangurinn. Meðal nýjunga sem voru á námsskrá SÁL-skólans var hópefli, einstaklingstímum bæði í söng og raddþjálfun o.fl. og að skólinn var algjörlega óháður öðrum leiklistarstofnunum. Þá var stefnt á að námið tæki þrjú ár og að því loknu rækju útskriftarnemar nemendaleikhús í eitt ár og bæru alla ábyrgð, fjárhagslega og listræna, á leikhúsinu.

Margar af þeim tilraunum sem SÁL-skólinn gerði voru teknar upp í Leiklistarskóla Íslands þegar hann var stofnaður 1975. Þá voru tveir elstu árgangar SÁL-skólans teknir inn í heilu lagi inn í hinn nýja skóla og flestir af yngsta árganginum. Flestir kennarar hins nýja Leiklistarskóla Íslands voru úr kennaraliði SÁL-skólans. Nemendaleikhús varð sjálfsagður endapunktur á námi í leiklist á Íslandi.

Leiklistarskóli Íslands varð síðan að leiklistardeild Listaháskóla Íslands, þegar hún var stofnuð.

1. árgangur. Útskrifaðir leikarar 1976[breyta | breyta frumkóða]

 • Anna Sigríður Einarsdóttir
 • Ása Helga Ragnarsdóttir Proppé
 • Elísabet Bjarklind Þórisdóttir
 • Evert K. Ingólfsson
 • Nanna Ingibjörg Jónsdóttir
 • Ólafur Örn Thoroddsen
 • Sigurður Sigurjónsson
 • Sólveig Halldórsdóttir
 • Svanhildur Jóhannesdóttir
 • Viðar Eggertsson
 • Þórunn Pálsdóttir

2. árgangur. Útskrifaðir leikarar 1977[breyta | breyta frumkóða]

 • Bjarni Ingvarsson
 • Edda Vilborg (Hólm) Guðmundsdóttir
 • Guðbrandur Valdemarsson
 • Guðlaug María Bjarnadóttir
 • Guðný Helgadóttir
 • Guðrún Snæfríður Gísladóttir
 • Lísa Pálsdóttir
 • Sigurbjörg Árnadóttir
 • Steinunn Gunnlaugsdóttir

3. árgangur. Útskrifaðir leikarar 1978[breyta | breyta frumkóða]

 • Andrés Sigurvinsson
 • Björn Karlsson
 • Emil Gunnar Guðmundsson
 • Gerður Gunnarsdóttir
 • Gunnar Rafn Guðmundsson
 • Hanna María Karlsdóttir
 • Kristín Kristjánsdóttir
 • Margrét Ólafsdóttir
 • Ragnheiður Elfa Arnardóttir
 • Sigfús Már Pétursson
 • Tinna Gunnlaugsdóttir
 • Þröstur Guðbjartsson