Íslenski dansflokkurinn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Íslenski dansflokkurinn var stofnaður 1. maí árið 1973 en varð sjálfstæð opinber stofnun árið 1992.[1]

Frumkvæði að stofnun Íslenska dansflokksins kom frá Þjóðleikhúsinu[2] og þar fékk dansflokkurinn fljótlega aðstöðu þótt fyrsta árið hafi hann verið til húsa í Félagsheimili Seltjarnarness. Íslenski dansflokkurinn starfaði undir sjálfstæðri stjórn en laut yfirstjórnar þjóðleikhússtjóra þar til flokkurinn varð að sjálfstæðri opinberri stofnun árið 1992. Í upphafi voru 12 dansarar í flokknum og var fyrsti stjórnandi hans Bretinn Alan Carter en hann starfaði með flokknum í tvö ár.

Fyrsti íslenski listdansstjórinn var Nanna Ólafsdóttir en hún gegndi starfinu frá 1980-1987.[3]

Árið 1996 urðu töluverðar breytingar innan dansflokksins. Hann fékk aðstöðu í húsnæði Borgarleikhússins og listræn stefnubreyting varð undir stjórn Katrínar Hall listdansstjóra er ákveðið var að flokkurinn myndi einbeita sér að nútímadansi.

Núverandi listdansstjóri Íslenska dansflokksins er Erna Ómarsdóttir.[4]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Sari Peltonen, „Dans“, Miðstöð íslenskra bókmennta, Islit.is, (skoðað 15. desember 2020)
  2. Sveinn Einarsson, „Lof dansins“, Morgunblaðið, 18. febrúar 1996 (skoðað 15. desember 2020)
  3. Leikminjasafn.is, „Íslenski dansflokkurinn stofnaður“ (skoðað 15. desember 2020)
  4. Id.is, „Erna Ómarsdóttir listdansstjóri“ Geymt 2020-12-05 í Wayback Machine (skoðað 15. desember 2020)