Tindfjallajökull

Hnit: 63°47′09″N 19°34′00″V / 63.78583°N 19.56667°V / 63.78583; -19.56667
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

63°47′09″N 19°34′00″V / 63.78583°N 19.56667°V / 63.78583; -19.56667

Tindfjallajökull
Tindfjallajökull séður úr flugvél
Tindfjallajökull séður úr flugvél
Hæð 1.462 metrar yfir sjávarmáli
Staðsetning Rangárvallasýsla
Fjallgarður Tindfjöll

Tindfjallajökull er jökull á sunnanverðu Íslandi beint norður af Eyjafjallajökli. Jökullinn er um 19 km2 að flatarmáli.[1] Hæsti tindur Tindfjallajökuls er Ýmir sem er 1.462 metra hár og dregur nafn sitt af jötninum Ými í norrænni goðafræði. Tindfjallajökull er eldkeila. Um 5 km breið askja er við jökulinn sem myndaðist í sprengigosi fyrir um 54.000 árum. Hann er kenndur við Tindfjöll sem eru nokkrum kílómetrum sunnar.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. „Landmælingar Íslands - Ísland í tölum“. Sótt 15. ágúst 2009.
  Þessi Íslandsgrein sem tengist landafræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.