The Fame

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
The Fame
Kápan á alþjóðlegu útgáfunni
Breiðskífa eftir
Gefin út19. ágúst 2008 (2008-08-19)
Tekin upp2006–2008
Hljóðver
  • Record Plant, Chalice (Los Angeles)
  • Cherrytree (Santa Monica)
  • 150 (Parsippany-Troy Hills)
  • Poe Boy (Miami)
  • 333, Dojo (New York-borg)
Stefna
Lengd50:20
Útgefandi
Stjórn
Tímaröð – Lady Gaga
The Fame
(2008)
The Fame Monster
(2009)
Smáskífur af The Fame
  1. „Just Dance“
    Gefin út: 8. apríl 2008
  2. „Poker Face“
    Gefin út: 23. september 2008
  3. „Eh, Eh (Nothing Else I Can Say)“
    Gefin út: 10. janúar 2009
  4. „LoveGame“
    Gefin út: 23. mars 2009
  5. „Paparazzi“
    Gefin út: 29. maí 2009

The Fame er fyrsta plata bandarísku söngkonunnar Lady Gaga. Platan var gefin út 19. ágúst árið 2008 af Interscope Records. Eftir að hafa gengið til liðs við KonLive Distribution og Cherrytree Records árið 2008 byrjaði Gaga að vinna að plötunni með mismunandi upptökustjórum, fyrst og fremst RedOne, Martin Kierszenbaum og Rob Fusari. Tónlistarstefna plötunnar er rafpopp, synthpopp og danspopp og gætir áhrifa tónlistar frá níunda áratuginum. Textasmíðin sýnir fram á ást Gaga á frægð almennt, en fjallar einnig um önnur viðfangsefni eins og ást, kynlíf, peninga, fíkniefni og kynvitund. Platan var aðallega kynnt með tónleikaferðalaginu The Fame Ball Tour og með framkomum í sjónvarpsþáttum. Hún var svo endurútgefin sem lúxusútgáfa annarar plötu söngkonunnar The Fame Monster þann 18. nóvember 2009.

Platan fékk almennt góða dóma frá tónlistargagnrýnendum, sem hrósuðu textasmíð hennar, færni Gaga sem tónlistarmanni og sönghæfileikum. Platan seldist vel og var efst á vinsældarlistum í nokkrum löndum, þar á meðal Bretlandi, Kanada, Þýskalandi, Írlandi, Póllandi og Sviss. Hún komst hæst í annað sæti á Billboard 200 metsölulistanum og var í efsta sæti á lista Billboard yfir raftónlistar- og dansplötur samanlagt í 175 vikur. Hún hefur verið viðurkennd sem sexföld platínu plata af Recording Industry Association of America (RIAA). Platan varð fimmta söluhæsta plata ársins 2009 og hefur selst í yfir 4,9 milljónum eintaka í Bandaríkjunum frá og með janúar 2019. Með The Fame Monster hefur hún selst í yfir 18 milljónum eintaka um allan heim frá og með ágúst 2019.

Fyrstu tvær smáskífurnar af plötunni, „Just Dance“ og „Poker Face“ nutu mikilla vinsælda á heimsvísu og náðu efsta sæti á vinsældarlistum í nokkrum löndum um allan heim, þar á meðal í Bandaríkjunum, Bretlandi og Ástralíu. Smáskífurnar „LoveGame“ og „Paparazzi“ sem fylgdu á eftir seldust einnig vel, en þær komust á topp tíu lista hjá yfir tíu löndum um allan heim. „Eh, Eh (Nothing Else I Can Say)“ fékk takmarkaða útgáfu sem smáskífa, en „Beautiful, Dirty, Rich“ var gefin út sem kynningarsmáskífa.

The Fame hefur unnið til margra verðlauna síðan hún kom út. Platan var tilnefnd til fimm verðlauna á 52. Grammy-verðlaunahátíðinni, þar á meðal sem plata ársins. Þar vann hún verðlaun sem besta raftónlistar- og dansplatan og vann verðlaun fyrir bestu dansupptökuna fyrir smáskífuna „Poker Face“. Hún vann einnig verðlaun sem besta alþjóðlega platan á Brit-verðlaununum árð 2010. Árin 2013 og 2022 nefndi Rolling Stone tímaritið plötuna sem eina af „100 bestu frumraunar-plötum allra tíma“. Frá og með 2023 er hún tólfta stærsta plata allra tíma á bandaríska Billboard 200 listanum.

Lagalisti[breyta | breyta frumkóða]

Lagalisti hefðbundnu útgáfu plötunnar:

  1. „Just Dance“ (ásamt Colby O'Donis) 4:02
  2. „LoveGame“ 3:36
  3. „Paparazzi“ 3:28
  4. „Poker Face“ 3:57
  5. „Eh, Eh (Nothing Else I Can Say)“ 2:55
  6. „Beautiful, Dirty, Rich“ 2:52
  7. „The Fame“ 3:42
  8. „Money Honey“ 2:50
  9. „Starstruck“ (ásamt Space Cowboy og Flo Rida) 3:39
  10. „Boys Boys Boys“ 3:20
  11. „Paper Gangsta“ 4:23
  12. „Brown Eyes“ 4:03
  13. „I Like It Rough“ 3:22
  14. „Summerboy“ 4:13

Aukalög á öðrum útgáfum plötunnar:

  • „Disco Heaven“ 3:41
  • „Retro Dance Freak“ 3:23

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

Fyrirmynd greinarinnar var „The Fame“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 24. apríl 2023.