Lady Gaga Fame

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Fame ilmvatnið ásamt gjafaöskju.

Lady Gaga Fame er fyrsta ilmvatnið frá bandarísku söngkonunni Lady Gaga. Ilmvatnið var gefið út í Guggenheim safninu, í verslunum Macy's í Bandaríkjunum og í fjölmörgum verslunum í Bretlandi þann 22. ágúst 2012. Í september varð það svo fáanlegt á heimsvísu í gegnum Haus Laboratories vörumerki söngkonunnar í samstarfi við Coty, Inc. Ilmvatnið var markaðssett fyrir fólk óháð kyni og því var haldið fram í markaðssetningu að þetta væri fyrsta svarta ilmvatnið. Samkvæmt kynningarefni notar ilmvatnið óhefðbundna aðferð, frábrugðna hefðbundinni pýramýdabyggingu sem er algengasta aðferðin fyrir ilmvötn, sem sameinar tóna af hunangi, saffrani, apríkósum, orkídeum og jasmín.[1]

Þróun[breyta | breyta frumkóða]

Í júlí 2010 sagði breska tímaritið Marketing frá því að Lady Gaga hefði byrjað að vinna að óvenjulegu ilmvatni með Coty, Inc. sem yrði gefið út um jólin það árið og að því myndi fylgja stór auglýsingaherferð.[2] „Ég veit ekkert um þetta verkefni,“ sagði Steve Mormoris varaforseti Coty Beauty á sínum tíma. „Þetta er algerlega rangur orðrómur.“[3] Nokkrum mánuðum síðar, í september, tilkynnti Mormoris að Gaga hefði skrifað undir langtíma-leyfissamning sem myndi leyfa Coty að gefa út ilmvatn undir hennar nafni og búist var við að fyrsta ilmvatnið myndi koma út um vorið 2012.[4] Í júní 2012 sendi Coty frá sér fréttatilkynningu þar sem kom fram að ilmvatnið myndi bera titilinn Lady Gaga Fame.[5]

Ytri tenglar[breyta | breyta frumkóða]

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

Fyrirmynd greinarinnar var „Lady Gaga Fame“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 10. júlí 2023.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Cowles, Charlotte; columnist, the Cut’s financial-advice (14. júní 2012). „Lady Gaga's New Fragrance Will Smell Like Honey, Vanish in Midair“. The Cut (bandarísk enska). Sótt 10. júlí 2023.
  2. Odell, Amy (13. júlí 2010). „Lady Gaga Rumored to Be Working on a Fragrance“. New York. New York Media LLC. Afrit af upprunalegu geymt þann 16. júlí 2010. Sótt 9. júlí 2012.
  3. „Coty Denies Lady Gaga Scent Deal... Selfridges Says Sorry...“. Women's Wear Daily. 15. júlí 2010. Afrit af upprunalegu geymt þann 21. október 2012. Sótt 9. júlí 2012.
  4. Born, Pete (12. september 2010). „Lady Gaga Signs Beauty Deal“. Women's Wear Daily. Afrit af upprunalegu geymt þann 15. ágúst 2011. Sótt 9. júlí 2012.
  5. „Lady Gaga To Launch LADY GAGA FAME, The First Fragrance From Haus Laboratories“. Coty, Inc. 14. júní 2012. Afrit af upprunalegu geymt þann 31. júlí 2012. Sótt 9. júlí 2012.