Fara í innihald

Eau de Gaga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Flaskan og pakkningar af ilmvatninu Eau de Gaga.

Eau de Gaga er annað ilmvatnið frá bandarísku söngkonunni Lady Gaga. Tilkynnt var um ilmvatnið á heimasíðu Haus Laboratories. Ilmvatnið inniheldur hvíta fjólu, límónu og leður, og var markaðssett svo að það höfðaði til kvenna og karla. Ilmvatnið kom út 1. september 2014. Þetta er annað ilmvatn söngkonunnar, en hún gaf út ilmvatnið Fame árið 2012.

Í ágúst 2014 tilkynnti Gaga í gegnum samfélagsmiðla að annað ilmvatn hennar með Haus Laboratories í samstarfi við Coty, Inc. væri nefnt Eau de Gaga. Hún deildi einnig fyrstu kynningarmyndinni úr myndatöku af henni ásamt mörgum körlum sem táknar hvernig ilmvatnið er markaðssett til kvenna og karla. Auglýsingaherferðinni var leikstýrt og hún ljósmynduð af Steven Klein, sem vann með henni í að kynna fyrsta ilmvatnið hennar, Fame.[1] Ilmvatnið kom fyrst út þann 1. september í Frakklandi, Póllandi, Þýskalandi, Bretlandi, Spáni og öðrum Evrópulöndum. Í nóvember kom það út í Asíu, Eyjaálfu, Rússlandi, Danmörku og einnig í sumum Evrópulöndum. Þann 15. janúar 2015 varð það svo gert fáanlegt í Bandaríkjunum og Kanada.[2]

Pakkningar og útgáfur

[breyta | breyta frumkóða]

Flaska Eau de Gaga er svört og á að líkja eftir bæði karllægri og kvenlegri fagurfræði og kemur í rétthyrndum rauðum kassa. Framan á kassanum stendur „Eau de Gaga: Paris New York 001“. Talan 001 vísar til þess að þessi ilmur sé sá fyrsti í röðinni, en fleiri ilmir hafa ekki komið út.[3]

Auk ilmvatnsins var einnig selt húðkrem og sturtusápa. Það kemur í grönnum flöskum og eru í kössum með sömu hönnun og ilmvatnið. Ilmvatnið var fáanlegt í 15ml, 30ml, 50ml og 75ml. Bæði húðkremið og sturtusápan voru fáanleg í 75ml og 200ml.[4]

Í ágúst 2014 birti Gaga fyrstu kynningarmyndina fyrir ilminn. Á henni sést Gaga í löngum slopp þar sem hún liggur ofan á mörgum körlum. Þetta táknaði það að ilmurinn hentaði bæði körlum og konum.[5] Gaga birti opinbert plakat ilmvatnsins síðar á samfélagsmiðlum sínum. Á heimasíðu Haus Laboratories hófst niðurtalning þar sem var hægt að sjá nánari upplýsingar um ilmvatnið. Þegar niðurtalningunni lauk voru fleiri kynningarmyndir birtar á vefsíðunni, hráefni ilmsins, upplýsingar um verð og fleiri upplýsingar. Lady Gaga sagði að þetta ilmvatn væri einungis númer 001 og að það yrði heilt safn af Eau de Gaga ilmvötnum.[6]

Þann 19. september 2014 var gefið út auglýsingamyndband sem sýndi Gaga með sítt ljóst hár í stuttum slopp ofan á hrúgu af karlkyns fyrirsætum sem voru berir að ofan á meðan lagið hennar og Tony Bennetts „I Can't Give You Anything but Love“ var notað sem undirspil. Lagið kemur frá djassplötunni sem hún gaf út með Tony Bennett, Cheek to Cheek. Myndbandið var í svarthvítu, var einnar mínútu langt og var tekið upp og leikstýrt af Steven Klein.[7][8] Samkvæmt Washington Jewish Week var Eau de Gaga tíunda mest selda ilmvatn ársins 2014 og áætlað var að um 23.000 eintök hafi selst.[9]

Ytri tenglar

[breyta | breyta frumkóða]

Fyrirmynd greinarinnar var „Eau de Gaga“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 9. júlí 2023.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „Lady Gaga unveils new Steven Klein artwork for Eau de Gaga“. Yahoo! News. 11. ágúst 2014. Sótt 3. október 2014.
  2. „Store Locator“. Haus Laboratories. september 2014. Afrit af upprunalegu geymt þann 29. september 2014. Sótt 3. október 2014.
  3. Bayley, Leanne (20. ágúst 2014). „Details about Eau de Gaga – Lady Gaga's second fragrance“. Glamour. Afrit af upprunalegu geymt þann 6. október 2014. Sótt 3. október 2014.
  4. „The Collection“. Haus Laboratories. september 2014. Afrit af upprunalegu geymt þann 3. október 2014. Sótt 3. október 2014.
  5. Caramia, Luciana (16. september 2014). „Lady Gaga lancia un nuovo profumo, Eau de Gaga“. Elle (ítalska). Sótt 4. október 2014.
  6. Mychaskiw, Marianne (23. september 2014). „See Lady Gaga's Steamy Campaign Video for Her New Fragrance“. InStyle. Afrit af upprunalegu geymt þann 16. janúar 2015. Sótt 4. október 2014.
  7. Strecker, Erin (19. september 2014). „Lady Gaga Fondles Hunks in Ad for Her Unisex Perfume“. Billboard. Sótt 3. október 2014.
  8. Toomey, Alyssa (19. september 2014). „Lady Gaga Caresses Her Body and Rolls Around With Naked Men in New Fragrance Commercial—Watch Now!“. E!. Sótt 4. október 2014.
  9. „Celebrity Top Ten Fragrances of 2014 – Beyoncé Knowles, One Direction on Top“. Washington Jewish Week. 12. desember 2014. Afrit af upprunalegu geymt þann 26. júní 2015. Sótt 12. desember 2014.