Fara í innihald

The Fame Monster

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
The Fame Monster
Breiðskífa / Stuttskífa eftir
Gefin út18. nóvember 2009 (2009-11-18)
Tekin upp2009
Hljóðver
 • Record Plant, Darkchild (Los Angeles)
 • FC Walvisch (Amsterdam)
 • Metropolis (London)
 • Studio Groove (Osaka)
StefnaRafpopp
Lengd
 • 84:28
 • 34:09 (EP)
Útgefandi
Stjórn
Tímaröð – Lady Gaga
The Fame
(2008)
The Fame Monster
(2009)
Born This Way
(2011)
Smáskífur af The Fame Monster
 1. „Bad Romance“
  Gefin út: 19. október 2009
 2. „Telephone“
  Gefin út: 26. janúar 2010
 3. „Alejandro“
  Gefin út: 20. apríl 2010
 4. „Dance in the Dark“
  Gefin út: 25. ágúst 2010

The Fame Monster er endurútgáfa af fyrstu stúdíóplötu bandarísku söngkonunnar Lady Gaga, The Fame frá 2008. The Fame Monster var gefin út 18. nóvember 2009 af Interscope Records. Platan var upphaflega fyrirhuguð sem lúxusútgáfa af The Fame, en Interscope ákvað síðar að gefa út átta nýju lögin sem sjálfstæða stuttskífu í nokkrum löndum. Ákvörðunin var einnig tekin vegna þess að Gaga taldi endurútgáfuna vera of kostnaðarsama og að plöturnar væru hugmyndalega ólíkar og lýsti þeim sem yin og yang. Lúxusútgáfan er tvöföld plata sem inniheldur átta nýju lögin á fyrri disknum og The Fame á seinni disknum. Ofur lúxus útgáfa var gefin út 15. desember 2009 og innihélt auka varning, þar á meðal lokk úr hárkollu Gaga af plötuumslaginu.

Sem rafpopp-plata inniheldur The Fame Monster áhrif frá diskó-, glysrokk- og synthpopptónlist frá áttunda og níunda áratugnum, sem og iðnaðartónlist og gotnesku rokki. Platan dró einnig innblástur frá tískusýningum. Að sögn Gaga fjallar platan um dekkri hliðar frægðar, sem kemur fram í textanum með skrímsli sem myndlíkingu. Kápa plötuumslagsins, sem var ljósmynduð af Heidi Slimane, hefur gotneskt þema og var upphaflega hafnað af útgáfufyrirtækinu hennar, en Gaga sannfærði þau um að nota það.

The Fame Monster fékk almennt jákvæða dóma frá tónlistargagnrýnendum. Platan komst á vinsældarlista í nokkrum löndum og var á toppi vinsældarlistans í Ástralíu, Belgíu, Finnlandi, Nýja Sjálandi og Póllandi. Í Bandaríkjunum náði EP platan fimmta sæti á Billboard 200 listanum og var í efsta sæti á lista Billboard yfir raftónlistar- og dansplötur. Hún hefur verið viðurkennd sem fimmföld platínu plata af Recording Industry Association of America (RIAA). Platan hefur unnið til margra verðlauna síðan hún kom út. Hún var tilnefnd í alls sex flokkum á 53. Grammy-verðlaunahátíðinni, þar á meðal sem plata ársins, önnur plata Gaga í röð sem hlýtur þá tilnefningu. Hún hlaut þrenn verðlaun, þar á meðal sem besta poppsöngplatan.

„Bad Romance“, aðalsmáskífa plötunnar, sló í gegn og fór á topp vinsældarlista í meira en tuttugu löndum og komst í annað sætið á Billboard Hot 100 í Bandaríkjunum. Næstu tvær smáskífur af plötunni, „Telephone“ og „Alejandro“, komust á topp tíu listann í mörgum löndum um allan heim. „Dance in the Dark“ var aðeins gefin út sem smáskífa í nokkrum löndum og náði hóflegum árangri á vinsældarlistum. Til að kynna plötuna fór Gaga í tónleikaferðalagið The Monster Ball Tour frá 2009 til 2011. Það varð tekjuhæsta tónleikaferðalag sögunnar eftir frumraun aðalflytjanda.

Lagalisti[breyta | breyta frumkóða]

Lagalisti hefðbundnu útgáfu plötunnar:

 1. „Bad Romance“ 4:54
 2. „Alejandro“ 4:34
 3. „Monster“ 4:10
 4. „Speechless“ 4:31
 5. „Dance in the Dark“ 4:49
 6. „Telephone“ (ásamt Beyoncé) 3:41
 7. „So Happy I Could Die“ 3:55
 8. „Teeth“ 3:41

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

Fyrirmynd greinarinnar var „The Fame Monster“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 24. apríl 2023.