Fara í innihald

Cheek to Cheek

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Cheek to Cheek
Kápan á stöðluðu útgáfunni
Breiðskífa eftir
Gefin út19. september 2014 (2014-09-19)
Tekin upp22. júní 2013 – 2014
Hljóðver
  • KAS Music and Sound
  • Kaufman Astoria Studios
  • Manhattan Center Studios
  • Avatar Studios
Stefna
Lengd34:43
Útgefandi
StjórnDae Bennett
Tímaröð – Tony Bennett og Lady Gaga
Cheek to Cheek
(2014)
Love for Sale
(2021)
Tímaröð – Tony Bennett
Viva Duets
(2012)
Cheek to Cheek
(2014)
The Silver Lining: The Songs of Jerome Kern
(2015)
Tímaröð – Lady Gaga
Artpop
(2013)
Cheek to Cheek
(2014)
Joanne
(2016)
Smáskífur af Cheek to Cheek
  1. „Anything Goes“
    Gefin út: 29. júlí 2014
  2. „I Can't Give You Anything but Love“
    Gefin út: 19. ágúst 2014

Cheek to Cheek er fyrsta samstarfsplata bandarísku söngvaranna Tony Bennett og Lady Gaga. Platan var gefin út 19. september 2014 af Columbia og Interscope Records. Þetta er fimmtugasta og áttunda stúdíóplata Bennetts og fjórða stúdíóplata Gaga.

Bennett og Gaga hittust fyrst á Robin Hood Foundation galahátíðinni í New York-borg árið 2011 og tóku síðar upp flutning á laginu „The Lady Is a Tramp“ sem þau gáfu út sem smáskífu af plötu Bennetts Duets II. Eftir það fóru þau að ræða áætlanir um að vinna að djasstónlist saman. Cheek to Cheek inniheldur klassísk djasslög eftir vinsæl tónskáld eins og George Gershwin, Cole Porter, Jerome Kern og Irving Berlin. Innblásturinn að baki plötunni var sú að Bennett og Gaga langaði til að kynna lögin fyrir yngri kynslóð, þar sem þau töldu lögin höfða til allra.

Í janúar 2013 tilkynntu þau bæði plötuna og upptökur hófust eftir að Gaga jafnaði sig eftir mjaðmaaðgerð. Platan var tekin upp í New York-borg, þar sem Bennett og Gaga sungu ásamt undirspili lifandi hljómsveitar og djasstónlistarmönnum sem tengdust þeim báðum. Gaga vék frá fyrri samtímapoppplötum sínum þar sem hún vildi í staðinn búa til djassplötu.

Útgáfudegi plötunnar var frestað mörgum sinnum og lokadagsetiningin var tilkynnt af Bennett og Gaga í The Today Show. Lagalistinn og plötukápan voru gefin út eftir það, þar á meðal lagalistar fyrir margar aðrar útgáfur af plötunni. Þau kynntu Cheek to Cheek með mörgum sýningum í og í kringum New York, þætti á Home Shopping Network (HSN) sem sýnir frá upptöku plötunnar, og sjónvarpstónleikum undir yfirskriftinni Tony Bennett og Lady Gaga: Cheek to Cheek Live! sem var sýnd á PBS í október 2014. Smáskífurnar „Anything Goes“ og „I Can't Give You Anything but Love“ komu út áður en platan var gefin út og þær komust báðar í fyrsta sæti á Billboard Jazz Digital Songs vinsældarlistanum í Bandaríkjunum.

Cheek to Cheek fékk almennt jákvæða dóma við útgáfu, þar sem tónlistargagnrýnendur lofuðu hversu vel raddir Bennetts og Gaga hljómuðu saman. Á 57. Grammy-verðlaunahátíðinni hlaut platan verðlaun fyrir Best Traditional Pop Vocal Album. Cheek to Cheek fór beint í efsta sæti bandaríska Billboard 200 vinsældarlistans með 131.000 eintök seld í fyrstu vikunni samkvæmt Nielsen SoundScan, og hefur síðan þá selst í 773.000 eintökum í Bandaríkjunum. Platan varð önnur plata Bennetts, og þriðja plata Gaga í röð, til að komast í efsta sæti vinsældarlistans í Bandaríkjunum. Með því varð Gaga fyrsta tónlistarkonan til að eiga þrjár plötur í efsta sæti á vinsældarlista á 2. áratugi 21. aldar í Bandaríkjunum, en Bennett framlegndi metið sitt sem elsti tónlistamaðurinn til að eiga plötu sem kemst í fyrsta sæti vinsældarlistans. Platan komst á topp tíu í Ástralíu, Kanada, Grikklandi, Ítalíu, Japan og Bretlandi. Önnur samstarfsplata tvíeykisins, Love for Sale, kom út 30. september 2021.

Dae Bennett sá um upptökustjórn á öllum lögunum, nema á laginu „The Lady Is a Tramp“ sem Phil Ramone og Dae Bennett sáu um upptökustjórn.

Cheek to Cheek — Stöðluð útgáfa
Nr.TitillLagahöfundur/arLengd
1.„Anything Goes“Cole Porter2:04
2.„Cheek to Cheek“Irving Berlin2:51
3.„Nature Boy“eden ahbez4:08
4.„I Can't Give You Anything but Love“
  • Dorothy Fields
  • Jimmy McHugh
3:13
5.„I Won't Dance“
  • Fields
  • McHugh
  • Oscar Hammerstein II
  • Otto Harback
  • Jerome Kern
3:57
6.„Firefly“
  • Cy Coleman
  • Carolyn Leigh
1:58
7.„Lush Life“ (Gaga sóló)Billy Strayhorn4:15
8.„Sophisticated Lady“ (Bennett sóló)
  • Duke Ellington
  • Irving Mills
  • Mitchell Parish
3:49
9.„Let's Face the Music and Dance“Berlin2:07
10.„But Beautiful“
  • Johnny Burke
  • Jimmy Van Heusen
4:04
11.„It Don't Mean a Thing (If It Ain't Got That Swing)“
  • Ellington
  • Mills
2:24
Samtals lengd:34:43
Cheek to Cheek – Bónus lag staðlaðrar útgáfu á iTunes og Apple Music
Nr.TitillLagahöfundur/arLengd
12.„Bang Bang (My Baby Shot Me Down)“ (Gaga sóló) (upptaka frá Jazz at Lincoln Center)Sonny Bono3:43
Samtals lengd:38:26
Cheek to Cheek – Lúxus útgáfa
Nr.TitillLagahöfundur/arLengd
1.„Anything Goes“Porter2:04
2.„Cheek to Cheek“Berlin2:51
3.„Don't Wait Too Long“ (Bennett sóló)Sunny Skylar2:36
4.„I Can't Give You Anything but Love“
  • Fields
  • McHugh
3:13
5.„Nature Boy“ahbez4:08
6.„Goody Goody“
  • Matty Malneck
  • Johnny Mercer
2:12
7.„Ev'ry Time We Say Goodbye“ (Gaga sóló)Porter3:10
8.„Firefly“Coleman • Leigh1:58
9.„I Won't Dance“
  • Fields
  • McHugh
  • Hammerstein
  • Harbach
  • Kern
3:57
10.„They All Laughed“
  • George Gershwin
  • Ira Gershwin
1:49
11.„Lush Life“ (Gaga sóló)Strayhorn4:15
12.„Sophisticated Lady“ (Bennett sóló)
  • Ellington
  • Mills
  • Parish
3:49
13.„Let's Face the Music and Dance“Berlin2:07
14.„But Beautiful“
  • Burke
  • Van Heusen
4:04
15.„It Don't Mean a Thing (If It Ain't Got That Swing)“
  • Ellington
  • Mills
2:24
Samtals lengd:44:28
Cheek to Cheek – Bónus lag lúxus útgáfu á iTunes og Apple Music
Nr.TitillLagahöfundur/arLengd
16.„Bang Bang (My Baby Shot Me Down)“ (Gaga sóló) (upptaka frá Jazz at Lincoln Center)Bono3:43
Samtals lengd:48:11
Cheek to Cheek – Bónus lög á CD lúxus útgáfu í Japan
Nr.TitillLagahöfundur/arLengd
16.„On a Clear Day (You Can See Forever)“ (Bennett sóló)
  • Burton Lane
  • Alan Jay Lerner
2:34
17.„Bewitched, Bothered and Bewildered“ (Gaga sóló) (upptaka frá Jazz at Lincoln Center)
  • Richard Rodgers
  • Lorenz Hart
3:07
18.„Lady's in Love with You“ (Bennett sóló) (upptaka frá Jazz at Lincoln Center)
  • Lane
  • Frank Loesser
3:07
19.„The Lady Is a Tramp“ (frá Duets II)
  • Rodgers
  • Hart
3:18
Samtals lengd:55:09
Cheek to Cheek – Bónus lög á alþjóðlegri CD lúxus útgáfu
Nr.TitillLagahöfundur/arLengd
16.„On a Clear Day (You Can See Forever)“ (Bennett sóló)
  • Lane
  • Lerner
2:34
17.„Bewitched, Bothered and Bewildered“ (Gaga sóló) (upptaka frá Jazz at Lincoln Center)
  • Rodgers
  • Hart
3:07
18.„The Lady Is a Tramp“ (frá Duets II)
  • Rodgers
  • Hart
3:18
Samtals lengd:53:27
Cheek to Cheek — Bónus lög á CD lúxus útgáfu í Target
Nr.TitillLagahöfundur/arLengd
16.„On a Clear Day (You Can See Forever)“ (Bennett sóló)
  • Lane
  • Lerner
2:34
17.„Bewitched, Bothered and Bewildered“ (Gaga sóló) (upptaka frá Jazz at Lincoln Center)
  • Rodgers
  • Hart
3:07
Samtals lengd:50:09
Cheek to Cheek — Bónus lög á lúxus útgáfu seld í Home Shopping Network
Nr.TitillLagahöfundur/arLengd
16.„The Lady's in Love with You“ (Bennett sóló) (upptaka frá Jazz at Lincoln Center)
  • Lane
  • Loesser
1:42
17.„The Lady Is a Tramp“ (frá Duets II)
  • Rodgers
  • Hart
3:18
Samtals lengd:49:27
Cheek to Cheek — Vínyl plata
A hlið
Nr.TitillLagahöfundur/arLengd
1.„Anything Goes“Cole Porter2:04
2.„Cheek to Cheek“Irving Berlin2:51
3.„Nature Boy“eden ahbez4:08
4.„I Can't Give You Anything but Love“
  • Dorothy Fields
  • Jimmy McHugh
3:13
5.„I Won't Dance“
  • Fields
  • McHugh
  • Oscar Hammerstein II
  • Otto Harback
  • Jerome Kern
3:57
B hlið
Nr.TitillLagahöfundur/arLengd
6.„Firefly“
  • Cy Coleman
  • Carolyn Leigh
1:58
7.„Lush Life“ (Gaga sóló)Billy Strayhorn4:15
8.„Sophisticated Lady“ (Bennett sóló)
  • Duke Ellington
  • Irving Mills
  • Mitchell Parish
3:49
9.„Let's Face the Music and Dance“Berlin2:07
10.„But Beautiful“
  • Johnny Burke
  • Jimmy Van Heusen
4:04
11.„It Don't Mean a Thing (If It Ain't Got That Swing)“
  • Ellington
  • Mills
2:24
Samtals lengd:34:43