Jóelsbók
Útlit
Jóelsbók er stuttur texti með spádómum eða „ávörpum guðs“ sem er hluti af spámannsritum hebresku biblíunnar, þar sem hún er í einni bók með öðrum minni spámönnum, og gamla testamenti kristinna manna þar sem Jóelsbók er sérbók. Fræðimenn telja að Jóelsbók hafi verið rituð á Ptólemajatímabilinu á 3. öld f.Kr. Brot úr Jóelsbók hafa fundist í Dauðahafshandritunum frá 1. öld f.Kr.
Í upphafi Jóelsbókar er höfundur hennar nefndur Jóel Petúelsson. Þar er spáð fjölbreyttum bölvunum og plágum sem lýkur með dómi guðs og refsingu gagnvart óvinum Júda. Bókin skiptist ýmist í þrjá eða fjóra kafla eftir útgáfum.