Fara í innihald

Jóelsbók

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Rússneskur íkon með mynd af spámanninum Jóel.

Jóelsbók er stuttur texti með spádómum eða „ávörpum guðs“ sem er hluti af spámannsritum hebresku biblíunnar, þar sem hún er í einni bók með öðrum minni spámönnum, og gamla testamenti kristinna manna þar sem Jóelsbók er sérbók. Fræðimenn telja að Jóelsbók hafi verið rituð á Ptólemajatímabilinu á 3. öld f.Kr. Brot úr Jóelsbók hafa fundist í Dauðahafshandritunum frá 1. öld f.Kr.

Í upphafi Jóelsbókar er höfundur hennar nefndur Jóel Petúelsson. Þar er spáð fjölbreyttum bölvunum og plágum sem lýkur með dómi guðs og refsingu gagnvart óvinum Júda. Bókin skiptist ýmist í þrjá eða fjóra kafla eftir útgáfum.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.