Fara í innihald

Jósúabók

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Jósúa (bók))

Jósúabók (hebreska: סֵפֶר יְהוֹשֻׁעַ Sefer Yəhōšūaʿ , gríska: Ιησούς του Ναυή; latína: Liber Iosue) er ein af bókum Gamla testamentis biblíu kristinna og Tanakh gyðingdóms. Hún segir frá hernámi fyrirheitna landsins (Kananslands) og skiptingu þess milli ættkvíslanna tólf. Henni lýkur með ræðu Jósúa og þingsamkomu ættkvíslanna í Síkem til endurnýjunar sáttmálans við guð. Jósúabók er sjötta bók Gamla testamentisins og fyrsta söguritið.

Fræðimenn eru á því að Jósúabók sé ekki góð heimild um sögu Ísraelsmanna og telja að atburðirnir sem hún lýsir hafi átt sér stað mun síðar. Talið er að ritið megi rekja til valdatíðar Jósía (640-609 f.Kr.), en samningu þess var ekki lokið fyrr en eftir að Jerúsalem féll í hendur Nýja Babýlóníuveldisins árið 586 f.Kr. og hugsanlega ekki fyrr en eftir að gyðingar sneru aftur úr útlegðinni árið 539 f.Kr.[1]: 10–11 

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Creach, Jerome F.D. (2003). Joshua. Westminster John Knox Press. ISBN 978-0-664-23738-7.
  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.