Jósúa (bók)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Jósúabók er ein af bókum Gamla testamentis biblíu kristinna og Nevi'im Tanakhs gyðingdóms. Hún segir frá landnámi fyrirheitna landsins og skiptingu þess milli ættkvíslanna tólf. Henni lýkur með ræðu Jósúa og þingsamkomu ættkvíslanna í Síkem til endurnýjunar sáttmálans við guð.