Fara í innihald

Sjálfstæðisyfirlýsing Ísraels

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Stofnun Ísraelsríkis)
Sjálfstæðisyfirlýsing Ísraels.

Sjálfstæðisyfirlýsing Ísraels (hebreska: הכרזת העצמאות‎, Hakhrazat HaAtzma'ut) er frá 14. maí 1948, sama dag og umboðsstjórn Breta í Palestínu rann út. Með sjálfstæðisyfirlýsingunni var lýst yfir stofnun nýs ríkis, Ísraels, á hluta þess svæðis sem umboðsstjórnin hafði náð til og á þeim svæðum sem hin fornu konungsríki gyðinga, Ísraelsríki, Júda og Júdea, höfðu náð yfir.

Bandaríkin viðurkenndu hið nýja ríki aðeins ellefu mínútum eftir yfirlýsinguna, og í kjölfarið einnig Íran, Gvatemala, Níkaragva og Úrúgvæ. Sovétríkin viðurkenndu hið nýja ríki 17. maí og í kjölfarið einnig Pólland, Tékkóslóvakía, Írland og Suður-Afríka.

Um leið og yfirlýsingin var gefin réðust herir Egyptalands, Írak, Transjórdaníu og Sýrlands, ásamt hersveitum frá Jemen og Sádí-Arabíu, inn á svæðið. Stríðið var kallað Stríð Ísraels og araba 1948.

  Þessi sögugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.