Saxifraga
Saxifraga | ||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Stjörnusteinbrjótur (Saxifraga stellaris)
| ||||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||
| ||||||||||||
Deildir | ||||||||||||
Samheiti | ||||||||||||
Boecherarctica Á.Löve |
Saxifraga er stærsta ættkvíslin í ættinni Saxifragaceae, með á milli 300 til 400 tegundir holarctic fjölærra jurta (einstaka sinnum ein eða tvíærar), þekktar sem steinbrjótar.[1]
Ættkvíslirnar Saxifragopsis og Saxifragella eru stundum taldar til Saxifraga.[2] Samkvæmt nýlegum "DNA based phylogenetic" greiningum á Saxifragaceae, eru deildirnar Micranthes og Merkianae skyldari Boykinia og Heuchera clades,[3] og nýlegri flórur setja þær undir ættkvíslina Micranthes.[4][5]
Lýsing
[breyta | breyta frumkóða]Flestir steinbrjótar eru smávaxnar plöntur með blöð niður við jörð, oft í hvirfingu. Blöðin eru yfirleitt tennt eða sepótt; þau geta verið safarík, flöt eða nállaga og hærð eða ekki. Blómin eru ýmist stök eða í klasa á berum stönglum. Smá samhverf, tvíkynja blómin eru með fimm krónublöð sem eru vanalega hvít, en rauð til gul þekkjast í sumum tegundum.
Búsvæði
[breyta | breyta frumkóða]Steinbrjótar eru dæmigerðar plöntur í Arctic–alpine búsvæðum, og finnast nær aldrei utan tempraða belti norðurhvels; flestar tegundir ættkvíslinnar eru í subarctic loftslagi. Nokkur fjöldi tegundanna vex í jöklaumhverfi, svo sem S. biflora sem finnst í 4000m y.s.m. í Ölpunum, eða Austur Grænlenska tegundin (S. nathorstii). Þó að dæmigerður steinbrjótur sé smá púða planta sem vex hátt til fjalla milli steina, þá eru margar tegundir sem eru ekki á slíkum svæðum og eru jafnvel nokkuð stórar.
Íslenskar tegundir
[breyta | breyta frumkóða]- Saxifraga aizoides – Gullsteinbrjótur
- Saxifraga caespitosa – Þúfusteinbrjótur
- Saxifraga cernua – Laukasteinbrjótur
- Saxifraga cotyledon – Klettafrú
- Saxifraga foliolosa – Hreistursteinbrjótur
- Saxifraga granulata – Kornasteinbrjótur
- Saxifraga hirculus – Gullbrá
- Saxifraga hyperborea – Lindasteinbrjótur
- Saxifraga hypnoides – Mosasteinbrjótur
- Saxifraga nivalis – Snæsteinbrjótur
- Saxifraga oppositifolia – Vetrarblóm
- Saxifraga paniculata – Bergsteinbrjótur
- Saxifraga rivularis – Lækjasteinbrjótur
- Saxifraga rosacea – Toppasteinbrjótur
- Saxifraga stellaris – Stjörnusteinbrjótur
- Saxifraga tenuis – Dvergsteinbrjótur
Orðsifjar
[breyta | breyta frumkóða]Latínuheitið saxifraga þýðir "stein-brjótur", frá latínu saxum ("grjót" eða "steinn") + frangere ("að brjóta"). Þetta er vísun í að þær virðast oft vera að brjóta klettana þar sem þær vaxa gjarnan í sprungum. Einnig voru þær notaðar í grasalækningum við þvagfæravanda (brjóta nýrna og gallsteina) þar sem á þeim tíma var oft notuð blað og rótar-lögun, litur, vaxtarstaður og fl. til að segja til um notkunina.[1][6]
Íslenska heitið er dregið af því latneska og mun það hafa komið fyrir í fyrstu plöntubókum landsins í ýmsum myndum.Steindór Steindórsson frá Hlöðum (1978). Íslensk plöntunöfn. Bólaútgáfa Menningarsjóðs. bls. 139.
Ræktun
[breyta | breyta frumkóða]Fjöldi tegunda og blendinga steinbrjóta er ræktaður sem skrautplöntur í görðum, sérstaklega sem þekjuplöntur. Yfirleitt eru þær auðræktaðar og ekki ágengar. S. × urbium (Postulínssteinbrjótur), sem er blendingur milli Skuggasteinbrjóts (S. umbrosa) og Spaðasteinbrjóts (S. spathularis), er oft ræktaður í görðum.[1] Annar blendingur er Skógarsteinbrjótur (S. × geum), sem er af Dúnsteinbrjóti (S. hirsuta) Skuggasteinbrjóts. Nokkrar villtar tegundir eru einnig ræktaðar.
Nytjar
[breyta | breyta frumkóða]Vorblóm (S. oppositifolia) er vinsæl sem einkennisblóm (floral emblem). Það er svæðisblóm (territorial flower) Nunavut (Kanada) og sýslublóm (county flower) Londonderry í Bretlandi.[heimild vantar] Þekkt sem rødsildre í Noregi, er það sýslublóm Nordlands.[heimild vantar] Það er á innsigli Fitchburg State University, hvers motto "Perseverantia" er tilvísun á ætluðu niðurbrots steinbrjóta á steinum með tímanum. Tsukuba (Ibaraki) í Japan hefur það sem einkennisblóm bæjarins; hoshizaki-yukinoshita (Katakana: ホシザキユキノシタ).[heimild vantar] Blöð japanska afbrigðisins "yukinoshita" (bókstaflega "Undir snjó") eru æt, og er neytt á eynni Kyushu. Það er gert með að steikja ung blöð í tempura deigi.
Charles Darwin – hélt ranglega að Saxifraga væri skyld Sóldaggarætt (Droseraceae) – hann ályktaði að klístruð blöð Dröfnusteinbrjóts (S. rotundifolia), Þrenningarsteinbrjóts(S. tridactylites) og Skuggasteinbrjóts (S. umbrosa) vera forstig í þróun kjötætuplantna, og gerði tilraunir sem studdu hugmyndir hans,[7] en þetta hefur ekki verið rannsakað síðan þá.[heimild vantar]
Áður taldar til steinbrjóta
[breyta | breyta frumkóða]Tegundir sem áður voru taldar til steinbrjóta eru aðallega en ekki endilega í steinbrjótaætt (Saxifragaceae). Þær eru:
- Astilboides tabularis, sem S. tabularis
- Bergenia crassifolia, sem S. cordifolia, S. crassifolia
- Bergenia pacumbis, sem S. ligulata, S. pacumbis
- Bergenia purpurascens, sem S. delavayi, S. purpurascens
- Boykinia jamesii, sem S. jamesii
- Boykinia occidentalis, sem S. elata
- Boykinia richardsonii, sem S. richardsonii
- Darmera peltata, sem S. peltata
- Leptarrhena pyrolifolia, sem S. pyrolifolia
- Luetkea pectinata, sem S. pectinata
- Micranthes, þar á meðal:
- Micranthes integrifolia
- Micranthes howellii,[8] sem S. howellii
- Micranthes stellaris,[8] sem S. stellaris
- Mukdenia rossii, sem S. rossii
Myndir
[breyta | breyta frumkóða]-
Skuggasteinbrjótur (S. umbrosa)
-
Rökkursteinbrjótur (Saxifraga cuneifolia)
-
Toppasteinbrjótur (Saxifraga rosacea)
-
Blóm Þyrnisteinbrjóts (Saxifraga tricuspidata)
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ 1,0 1,1 1,2 „Saxifraga“. National Plant Collections. Cambridge University Botanic Garden. Sótt 3. október 2011.
- ↑ „Saxifraga L.“. Germplasm Resources Information Network. United States Department of Agriculture. 9. febrúar 2005. Sótt 20. janúar 2009.
- ↑ Douglas E. Soltis, Robert K. Kuzoff, Elena Conti, Richard Gornall & Keith Ferguson (1996). „matK and rbcL gene sequence data indicate that Saxifraga (Saxifragaceae) is polyphyletic“. American Journal of Botany. 83 (3): 371–382. doi:10.2307/2446171.
- ↑ Flora of China
- ↑ Flora of North America
- ↑ D. A. Webb & R. J. Gornall (1989). Saxifrages of Europe. Christopher Helm. bls. 19. ISBN 0-7470-3407-9.
- ↑ Charles Darwin (1875). „Drosophyllum – Roridula – Byblis – glandular hairs of other plants – concluding remarks on the Droseraceae“. Insectivorous Plants (1st. útgáfa). London: J. Murray. bls. 332–367.
- ↑ 8,0 8,1 Umberto Quattrocchi. CRC World Dictionary of Plant Names: Common Names, Scientific Names, Eponyms. Synonyms, and Etymology. CRC Press, 1999. p.2395-2396. ISBN 9780849326738
Ytri tenglar
[breyta | breyta frumkóða]- The Saxifrage Society Geymt 4 desember 2004 í Wayback Machine
- Snið:Cite EB1911