Steinbrjótsætt
Útlit
Steinbrjótsætt | ||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Blóm stjörnusteinbrjóts.
| ||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||
| ||||||||||
Ættkvíslir | ||||||||||
80 talsins. |
Steinbrjótsætt[1] (latína: Saxifragaceae) er ætt blómplantna. Ættin inniheldur aðallega fjölærar smávaxnar jurtir en nokkrar eru einærar eða runnar. Margar tegundir af steinbrjótsætt hafa norðlæga útbreiðslu.[2]
Einkenni
[breyta | breyta frumkóða]Innan steinbrjótsættar eru bæði sígrænar plöntur og sumargrænar. Yfirleitt eru laufblöðin einföld og stakstæð en geta verið samsett, gagnstæð eða skert. Sumar tegundir ættarinnar hafa blaðhvilfingu sem vax í rósettu. Stönglar sumra tegunda eru trjákenndir.[2]
Bómin hafa yfirleitt fimm bikarblöð (þó stundum fjögur) og fimm krónublöð (stundum fjögur). Yfirleitt eru að minnsta kosti tvöfalt fleiri fræflar en frævur. Blómið er ýmist undirsætið eða yfirsætið og myndar hýðisaldin með mörgum smáum fræjum.[2]
-
Gullbrá hefur fimm krónublöð.
-
Laukasteinbrjótur með æxlilauka í blaðöxlunum.
-
Snæsteinbrjótur hefur mun fleiri fræfla en frævur.
-
Vetrarblóm hefur örmsá gagnstæð blöð.
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Ágúst H. Bjarnason (2014). Plöntuættir. Sótt þann 21. júlí 2019.
- ↑ 2,0 2,1 2,2 The Seed Site (án árs). Saxifragaceae - the saxifrage family. Sótt þann 22. júlí 2019.