Vetrarblóm

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Vetrarblóm
Purpsaxifrage2.jpg
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Dulfrævingar (Magnoliophyta)
Flokkur: Tvíkímblöðungar (Magnoliopsida)
Ættbálkur: Steinbrjótsbálkur (Saxifragales)
Ætt: Steinbrjótsætt (Saxifragaceae)
Ættkvísl: Saxifraga
Tegund:
Vetrarblóm

Tvínefni
Saxifraga oppositifolia
L.
Saxifraga oppositifolia

Vetrarblóm (fræðiheiti: Saxifraga oppositifolia) er jurt af steinbrjótsætt sem ber rauð eða rauðfjólublá blóm. Vetrarblóm vex víða á norðurslóðum og til fjalla sunnar, t.d. í norðurhluta Bretlands, Ölpunum og í Klettafjöllunum.

Vetrarblóm vex í klettum, á melum og rindum. Það er algengt um allt Ísland.

Vetrarblóm getur verið millihýsill fyrir víðiryðsvepp (Melampsora epitea).[1]

Greiningareinkenni[breyta | breyta frumkóða]

Sprotar vetrarblóms eru jarðlægir og oft um 5 til 20 cm á lengd. Laufblöðin eru 3-4 mm og öfugegglaga. Blómin eru 10 til 15 mm í þvermál. Þau eru rauð eða rauðfjólublá.

Undirtegundir[breyta | breyta frumkóða]

  • Saxifraga oppositifolia ssp. glandulisepala Hultén - upprunin í Alaska.[2]
  • Saxifraga oppositifolia ssp. oppositifolia L. - upprunin á meginlandi Bandaríkjanna.[3]
  • Saxifraga oppositifolia ssp. smalliana (Engl. & Irmsch.) Hultén - upprunin í Alaska.[4]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Helgi Hallgrímsson & Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir (2004). Íslenskt sveppatal I - smásveppir. Fjölrit Náttúrufræðistofnunar. Náttúrufræðistofnun Íslands. ISSN 1027-832X
  2. „Saxifraga oppostifolia ssp. glandulisepala“. ITIS.
  3. „Saxifraga oppostifolia ssp. oppostifolia“. ITIS.
  4. „Saxifraga oppostifolia ssp. smalliana“. ITIS.
  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.