Fara í innihald

Gullsteinbrjótur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Gullsteinbrjótur
Gullsteinbrjótur (S. aizoides)
Gullsteinbrjótur (S. aizoides)
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Dulfrævingar (Magnoliophyta)
Flokkur: Tvíkímblöðungar (Magnoliopsida)
Ættbálkur: Steinbrjótsbálkur (Saxifragales)
Ætt: Steinbrjótsætt (Saxifragaceae)
Ættkvísl: Steinbrjótur (Saxifraga)
Tegund:
S. aizoides

Tvínefni
Saxifraga aizoides
L.
Samheiti

Evaiezoa aizoides ((L.) Raf.)
Leptasea aizoides ((L.) Haw.)
Saxifraga aizoides f. flava (Engl. & Irmsch.)
Saxifraga aizoides subf. bruntiae (Engl. & Irmsch.)
Saxifraga aizoides var. euaizoides (Engl. & Irmsch.)
Saxifraga aizoides var. autumnalis ((L.) Nyman)
Saxifraga aizoidioides (Miégev.)
Saxifraga alpina (Salisb. nom. illeg.)
Saxifraga atrorubens (Bertol. in Desv.)
Saxifraga autumnalis (L. 1753, (ekki L. 1754 ))
Saxifraga crocea (Gaudin)
Saxifraga van-brutiae (Small)

Breiða af gullsteinbrjóti í klettabelti í Lónsöræfum.

Gullsteinbrjótur (fræðiheiti: Saxifraga aizoides) er blómplanta sem finnst á norðurslóðum N-Ameríku og Evrópu og í fjalllendi í Evrópu. Á Íslandi finnst hann aðeins á Austurlandi en er þar algengur allt frá Bakkafirði suður í Skaftafell.

Gullsteinbrjótur vex á melum, áreyrum, skriðum og klettabelti. Er lágvaxin planta (5–15 sm) með mjóum, stakstæðum blöðum og gulum blómum sem deilast í 5 blöð. Hann blómgast í júlí.[1]

Gullsteinbrjótur getur verið millihýsill fyrir víðiryðsvepp (Melampsora epitea).[2]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Gullsteinbrjótur Flóra Íslands. Skoðað 15. ágúst, 2016
  2. Helgi Hallgrímsson & Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir (2004). Íslenskt sveppatal I - smásveppir. Geymt 17 október 2020 í Wayback Machine Fjölrit Náttúrufræðistofnunar. Náttúrufræðistofnun Íslands. ISSN 1027-832X