Fara í innihald

Sjö kraftmiklar kristallskúlur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Sjö kraftmiklar kristallskúlur (á frummálinu: Les sept boules de cristal sem þýðir „kristalskúlurnar sjö“) er þrettánda myndasagan í Tinnabókaflokknum eftir belgíska myndasöguhöfundinn Hergé. Hún er fyrri hluti framhaldssögu þar sem síðari hlutinn er Fangarnir í sólhofinu.

Sagan birtist í dagblaðinu Le Soir á árunum 1943-1944 á meðan nasistar réðu yfir Belgíu í seinni heimsstyrjöldinni en birtingu hennar var frestað við frelsun Belgíu, haustið 1944, þegar Hergé, ásamt öðru starfsfólki blaðsins, sætti rannsókn fyrir að hafa starfað með hernámsliðinu. Sagan hélt síðan áfram sem Fangarnir í sólholfinu í hinu nýstofnaða tímariti Le journal de Tintin árið 1946. Hún kom út á bók í Belgíu árið 1948.

Bókin kom út 1974 á Íslandi í þýðingu Lofts Guðmundssonar.

Söguþráður

[breyta | breyta frumkóða]

Sagan hefst þar sem Tinni situr í lest að lesa um að leiðangursstjóri frægs leiðangurs í Andesfjöllum, Sanders Harðhnútur, fannst í dái heima hjá sér. Farþegi í lestinni segir þetta munu koma fyrir hina meðlimi leiðangursins eins og gerðist fyrir fornleifafræðingana sem opnuðu grafhýsi Tútankamons. Tinni heldur síðan til Mylluseturs til að heilsa upp á Kolbein kaftein. Kolbeinn biður Tinna að koma með sér á sýningu í listahöllinni. Þar sér Tinni að Alkasar hershöfðingi er einn af skemmtikröftunum. Í einu atriði dáleiðir frægur fakír aðstoðarkonu sína, frú Jamilla, svo hún geti svarað hverju sem er. Hann spyr hana hvort ein konan sé gift, og Jamilla játar svo en segir að maður hennar, sem er ljósmyndari nýkominn frá fjarlægu landi, þjáist af dularfullum sjúkdómi og líður svo yfir hana. Síðan kemur tilkynning til konunnar um að hún eigi að fara heim því maður hennar, Flóki, sé veikur. Tinni segir kafteininum að Flóki var ljósmyndari Sanders Harðhnútsleiðangursins. Því næst hitta þeir Alkasar, sem kallar sig Ramon Zorate og hefur suður-amerískann indjána sem aðstoðarmann. Alkasar segir Tinna að Tapíóka náði völdum og hrakti hann úr landi.

Daginn eftir heimsækja Skaftarnir Tinna og sýna honum að brot úr kristallskúlum sem fundust við hlið Sanders Harðhnúts og Flóka. Læknar telja að þær hafi innihaldið svefnlyf. En áður en Tinna og Sköftunum tekst að vara fleiri meðlimi við falla þrír aðrir meðlimir; Dr. Laufi, monsjör Cantonneau og magister Markús, í dá. Þá er bara tveir meðlimir eftir: dr. Hornklofi og prófessor Fimbull Fismann. Skaftönum mistekst að vernda Hornklofa, svo þá stendur bara Fismann einn eftir.

Tinni fer að tala við Kolbein um þetta og þá segist Vandráður vera vinur Fimbuls og bíður þeim með sér að hitta hann. Fimbull gleðst komu Vandráðar og sýnir þeim inkamúmíuna Raskar Kapak, þrumuguðinn, sem þeir komu með úr leiðangrinum. En hitinn sprengir tvö dekk hjá Kolbeini þannig að Tinni og félagar verða að gista hjá Fimbuli. Um kvöldið verður heljarinsþrumuveður. Tinni les þýðingu Fimbuls á rúnum sem fundust í grafhýsi múmíunnar sem segir frá sjö hvítum útlendingum sem taka lík Inkans og munu gjalda fyrir. Skyndilega slær eldingu niður stromp Fimbuls og kemur niður sem eldkúla og eyðir múmíunni. Aðeins skart hennar situr eftir. Samkvæmt spádómnum átti þetta að gerast áður en að hefnd Raskars Kapaks gengi upp. Um nóttina dreymir Tinna, Kolbein og Vandráð sömu martröðina: Raskar Kapak laumast að þeim og kastar riasastórri kristallskúlu. Allt í einu byrjar Tobbi að spangóla fyrir framan svefnherbergi Fimbuls. Tinni, Kolbeinn og lögreglufulltrúinn, sem sá um að gæta hússins, brjóta upp hurðina og finna kristallsbrot á gólfinu og Fimbul í dái.

Þeir athuga alla glugga í húsinu og Tinni uppgötvar að skart múmíunnar er horfið. Tinni finnur líka kaðal sem rennur niður gegnum strompinn. Þeir finna árásarmanninn í skóginum og særa hann, en hann sleppur. Næsta dag virðist Fimbull sjá ofsjónir á nokkurra tíma fresti. Vandráður spyr um Fimbul en misheyrir og heldur að hann hafir farið í boltaleik í garðinum. Á göngu sinni finnur Vandráður armband múmíunnar og setur það á sig. Síðan skilar Vandráður sér ekki og Tinni og Kolbeinn leita hans. Tinni finnur verksummerki áfloga og skilur að Vandráði hafi verið rænt. Þeir finna þrjótana en þeir sleppa. Þeir lýsa eftir bílnum en finna hann yfirgefinn í skógi.

Næsta dag segja Skaftarnir Tinna að heimsækja sjúkrahúsið þar sem vísindamennirnir sjö liggja og sýnir læknirinn honum að þeir sjá allir ofsjónir á sama tíma. Tinni heimsækir Kolbein sem fær boð frá lögreglunni um að bíll mannræningjanna fannst í hafnarborginni Saint-Nazaire. Í Saint-Nazaire kemur Tinni skyndilega auga á Alkasar. Hann segir Tinna að Síkító, aðstoðarmaður sinn hvarf fyrir nokkrum dögum og hann sjálfur væri á leið til San Theódoros. Hann segir Tinna að Síkító hafi verið ekta Inki. Tinni og Kolbeinn fara svo til La Rochelle til að spyrja vin Kolbeins um málið. En komast að því að hann lagði úr höfn. Vonlitlir ganga Tinni og Kolbeinn um La Rochelle og sparkar Kolbeinn í gamlann hatt og undir honum var múrsteinn. Þeir komast að því að þetta er hattur Vandráðar og spyrja prakkarana hvar þeir fundu hattinn. Þeir segjast hafi fundið hann við bryggju nr. 17. Tinni og Kolbeinn komast að því að eina skipið sem var við bryggju 17 daginn sem Vandráður hvarf var fraktskipið Pakakama sem var á leið til Kallaó í Perú (land Inkanna). Tinna grunar að Vandráður sé um borð og halda þeir félagar til Perú til að bjarga honum.