Ævintýri Tinna (sjónvarpsþættir)
Útlit
Ævintýri Tinna eru fransk-kanadískir teiknimyndaþættir fyrir sjónvarp sem byggja á bókaflokknum Ævintýri Tinna eftir Hergé. Þættirnir voru frumsýndir árin 1991 og 1992. Þeir byggja náið á bókunum og nota jafnvel óbreytta myndaramma beint úr sögunum, en eldri sjónvarpsþættir byggðir á Tinnabókunum sem belgíska fyrirtækið Belvision gerði á 6. áratugnum, byggðu mjög lauslega á sögum Hergés.
Þættir
[breyta | breyta frumkóða]Þættirnir eru 39 talsins:
1. þáttaröð
[breyta | breyta frumkóða]- Krabbinn með gylltu klærnar (2 þættir)
- Leyndardómur Einhyrningsins (2 þættir)
- Fjársjóður Rögnvaldar rauða
- Vindlar faraós (2 þættir)
- Blái lótusinn (2 þættir)
- Svaðilför í Surtsey (2 þættir)
- Leynivopnið (2 þættir)
2. þáttaröð
[breyta | breyta frumkóða]- Dularfulla stjarnan
- Skurðgoðið með skarð í eyra (2 þættir)
- Veldissproti Ottókars konungs (2 þættir)
- Tinni í Tíbet (2 þættir)
- Tinni og Pikkarónarnir (2 þættir)
- Svarta gullið (2 þættir)
- Flugrás 714 til Sidney (2 þættir)
3. þáttaröð
[breyta | breyta frumkóða]- Kolafarmurinn (2 þættir)
- Sjö kraftmiklar krystallskúlur (2 þættir)
- Fangarnir í sólhofinu (2 þættir)
- Vandræði Valíu Veinólínó (2 þættir)
- Eldflaugastöðin (2 þættir)
- Í myrkum mánafjöllum (2 þættir)
- Tinni í Ameríku
Bókunum Tinni í Sovétríkjunum, Tinni í Kongó og Tinni og hákarlavatnið var sleppt af ýmsum ástæðum.
Útgáfur og raddsetning
[breyta | breyta frumkóða]Ísland
[breyta | breyta frumkóða]Þættirnir voru þýddir af Ólöfu Pétursdóttur og raddsettir af Felix Bergssyni og Þorsteini Bachmann. Þeir voru sýndir í Ríkissjónvarpinu frá 1993 til 1996. Árið 2006 voru þættirnir endurútgefnir á DVD af fyrirtækinu Bergvík.