Roger Leloup

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Roger Leloup árið 2017.

Roger Leloup (f. 17. nóvember 1933), er belgískur teiknari og myndasöguhöfundur, þekktastur fyrir að hafa skapað Yoko Tsuno.

Ferill[breyta | breyta frumkóða]

Roger Leloup fæddist í Verviers í Belgíu árið 1933. Hann lærði teikningu, en hafði jafnframt frá unga aldri brennandi áhuga á flugvélum og járnbrautarlestum. Kynni hans af myndasögugerð hófust fyrir tilviljun, þegar nágranni hans, Jacques Martin sagðist vera á höttunum eftir teiknara til að lita myndasögur sínar um ævintýri rómverska unglingspiltsins Alexar. Leloup starfaði um árabil fyrir Martin sem kom honum í kynni við listamanninn Hergé, föður Tinnabókanna. Hergé fól Leloup að sjá um bakgrunnsteikningar í sumum bóka sinna, þar á meðal í Leynivopninu og Flugrás 714 til Sydney.

Meðan á þessari vinnu fyrir aðra listamenn stóð þróaði Leloup sína eigin sögupersónu, Yoko Tsuno. Áramótin 1969-70 sneri hann sér alfarið að ritun þessa nýja sagnaflokks, þar sem mikil áhersla var lögð á tækni og vísindaskáldskap. 29. bókin í myndasagnaflokknum um Yoko Tsuno kom út árið 2019, en einnig hefur Leloup samið tvær skáldsögur um þessa sögupersónu sína.

  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.