Fara í innihald

Myllusetur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Cheverny-höll í Frakklandi var fyrirmyndin að Myllusetri.

Myllusetur (franska: Le château de Moulinsart) er sveitasetur Kolbeins kafteins í myndasögubókunum Ævintýri Tinna eftir Hergé. Höllin var teiknuð eftir Cheverny-höll í Frakklandi og nafnið er dregið af nafni belgíska þorpsins Sart-Moulin.

Myllusetur kemur fyrst fyrir í bókinni Leyndardómur Einhyrningsins sem heimili bræðranna og forngripasalanna Þrastar og Starra. Í lok framhaldsbókarinnar Fjársjóður Rögnvaldar rauða kaupir Vandráður prófessor höllina fyrir kafteininn og á endanum finna þeir fjársjóðinn falinn í kjallara hallarinnar.

Í síðari bókum kemur Myllusetrið fyrir sem bækistöð Kolbeins og Tinna og sagan Vandræði Valíu Veinólínó gerist nær öll í höllinni.