Fara í innihald

Samband íslenskra framhaldsskólanema

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Samband íslenskra framhaldsskólanema
Stofnað: 2007
Félagssvæði: Ísland
Fjöldi félaga: Um 20.000
Formaður: Embla María Möller Atladóttir
Aðrir stjórnarmenn:
  • Emilía Ósk Hauksdóttir - Varaforseti
  • Anton Bjarmi Björnsson - Gjaldkeri
  • Eva Karen Jóhannsdóttir - Iðnnemafulltrúi
  • Sara Natalía Sigurðardóttir - Alþjóðarfulltrúi
  • Ívar Máni Hrannarsson - Meðstjórnandi
  • Daníel Þröstur Pálsson - Meðstjórnandi
  • Alda Ricart Andradóttir - Meðstjórnandi
  • Valgerður Eyja Eyþórsdóttir - Meðstjórnandi
Verkefnastjóri: Þórdís Anna Gylfadóttir
Vefslóð: http://www.neminn.is/

Samband íslenskra framhaldsskólanema (SÍF) eru hagsmunasamtök framhaldsskólanema á Íslandi. Sambandið var stofnað 4. nóvember 2007 við samruna Iðnemasambands Íslands og Hagsmunaráðs íslenskra framhaldsskólanema. Sambandið var stofnað með það að leiðarljósi að standa vörð um hagsmuni allra nema á framhaldsskólastigi og er því SÍF ólíkt öllum þeim hagsmunasamtökum sem stofnuð hafa verið í fyrri tíð svo sem Iðnnemasambandið sem starfaði með hagsmuni iðn- og starfsnema að leiðarljósi eða Félag framhaldskólanema sem einbeitti sér að málefnum er varðaði bóknámsnema.

Samband Íslenskra Framhaldsskólanema var stofnað þann 4. nóvember 2007. Sambandið er byggt á sterkum grunni I.N.S.Í eða Iðnnemasambandi Íslands og tók SÍF yfir allar skyldur þess og það því lagt niður. Markmiðið með stofnun SÍF var að setja á laggirnar stórt og öflugt hagsmunafélag fyrir alla nema á framhaldsskólastigi og stuðla þannig að brúa það bil sem hefur verið á milli bók- og iðnnáms og tryggja að ekki yrði brotið á réttindum eða hagsmunum framhaldsskólanema.

Á þeim árum sem SÍF hefur starfað hefur félagið náð að verða að kröftugt þrýstiafl í samfélaginu og helsti tengiliður framhaldsskólanema við stjórnvöld sem og aðra aðila.

Verkefni SÍF eru mismunandi ár frá ári. Aðalþing er þó alltaf haldið árlega. Aðalþingið er æðsta vald félagsins og eru teknar ákvarðanir með atkvæðagreiðslu þar sem fulltrúar frá öllum aðildarfélögum eiga atkvæði, auk þess sem stefna og markmið félagsins eru mótuð, lögin endurskoðuð og önnur mál.

Sambandsstjórnarfundir eru einnig haldnir einu sinni á önn. Sambandsstjórn samanstendur af SÍF félögum, sem eru aðaltengiliðir hvers skóla við sambandið, formönnum nemendafélaga, miðstjórn og framkvæmdastjórn. Eiga því öll aðildarfélögin sæti þar. Þar eru teknar þær ákvarðanir sem þarf að taka hverju sinni og öðlast þær gildi til næsta aðalþings þar sem þær eru samþykktar eða felldar.

SÍF er með þjónustusamning við Mennta- og menningarmálaráðuneytið og gegnir þar ákveðnum skyldum. Þjónustusamningurinn gerir sambandinu kleift að halda úti skrifstofu og starfsmönnum og sjá þannig um þjónustu við námsmenn sem þess þurfa. Einnig mæta fulltrúar SÍF reglulega á fundi á vegum ráðuneytisins, eiga sæti í HOFF (Heilsu og forvarnarefling í framhaldsskólum) og Menntasjóð námsmanna sem og fá tækifæri til að taka þátt í þeim ákvörðunum er snerta framhaldsskólanema og þeirra menntun.

SÍF tekur einnig þátt í málefnum utan landssteinanna en sambandið á aðild að OBESSU (The organizing bureau of European school student unions) einskonar regnhlífasamtökum hagsmunafélaga námsmanna í Evrópu. Fulltrúum SÍF er boðið út til að taka þátt í ráðstefnum og aðalþingi samtakanna en öllum framhaldsskólanemum landsins er heimilt að bjóða sig fram í framkvæmdarstjórn félagsins. Þar er unnið að verðugum málefnum sem viðkoma öllum nemendum í Evrópu. Þar gefst góður samráðsvettvangur þar sem margt má læra og samstaðan veitir mikinn stuðning.

Aðildarfélög

[breyta | breyta frumkóða]

Aðildarfélög SÍF samanstanda af nemendafélögum framhaldsskólanna og eru 32 talsins.

Aðildarskólar Aðildarskólar