Fara í innihald

Alþjóðlega einingakerfið

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá SI-mælieining)

Alþjóðlega einingakerfið eða SI kerfið (franska: Système International d'Unités) er heiti á alþjóðlegu mælieiningakerfi, sem notað er í flestum ríkjum, nema í Bandaríkjunum, Líberíu og Mjanmar. Við ákvörðun á kerfinu, voru innleiddar þáverandi skilgreiningar í metra-kílógrammi-sekúndu einingakerfinu sem kallaðist MKS og þar að auki bætt inn nokkrum skilgreiningum á öðrum mælieiningum í viðbót. Skilgreiningar sumra af mælieiningunum hafa verið endurnýjaðar síðan kerfið gekk fyrst í gildi, eins og til dæmis metri og sekúnda.

SI kerfið er stundum ranglega kallað metrakerfið, en metrakerfið er annað og eldra kerfi.

Flestar mælieiningar í SI kerfinu eru byggðar á einni grunnmælieiningu og síðan ákveðið forskeyti eftir stöðu tölunnar í tugakerfinu, grunneiningarnar kílógramm og sekúnda eru samt undantekningar, kílógramm þar sem forskeyti er við grunneininguna og sekúnda því að tímatalning byggist á eldra kerfi sem notast við tylftir. Ein mínúta er þannig hálft stórt hundrað sekúndna, eða 60 sekúndur.

  Þessi eðlisfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.