Fara í innihald

Tími

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stundaglas mælir tímann með sandi.

Tími er hugtak um huglægu víddina (eða aðferðina) þar sem að breyting gerist. Tími hefur verið mældur í fleiri aldir en á misnákvæman hátt en mælingar eru byggðar á alþjóðlega einingakerfinu þar sem að grunneining tíma er sekúnda.

Til að mæla og ákvarða tíma eru venjulega notaðar tímaeiningar sem eru ekki hluti af SI kerfinu, þ.e. mínútur, klukkustundir, dagar o.s.frv. Þessar einingar eru þó venjulega notaðar í sambland við SI kerfið. Til hæginda notum við klukkur (og dagatöl) sem að segja okkur hvað tímanum líður og þar með getum við áætlað hversu langur tími er liðin frá því að eitthvað gerðist (einhver breyting varð) eða hversu langt það er í að eitthvað gerist (hversu langt er til jóla til að mynda).

Við tölum um að klukkan sé t.d. 5:07:10 — sem er lesið sjö mínútur og 10 sekúndur yfir fimm — sem þýðir í raun að 18.430 sek. séu frá miðnætti (5,7 og 10 samanlagt í sexagesimal kerfinu eru ), við vitum þá einnig að 67.970 sekúndur eru til miðnættis (næsta dags), því að í einum degi eru 24 klukkustundir eða u.þ.b. 86.400 sek (sekúndu fjöldi daga er breytilegur skv. sumum tímakerfum, sjá GMT). Deginum er ýmist skipt upp í tvisvar sinnum 12 klukkustundir eða 24 klukkustundir (hertími). Þegar honum er skipt upp í 12 klukkustundir er talað um tíma liðin frá hádegi (eftir hádegi, skammstafað e.h.) og miðnætti (e.m. eða f.h., fyrir hádegi), en í 24-klukkustundakerfinu er alltaf talað um tíma frá miðnætti.

Fortíð og framtíð eru hugtök um það sem hefur þegar gerst og það sem á eftir að gerast en fortíðinni er ekki hægt að breyta því að hún er þegar búin að gerast. Framtíðin er hins vegar í stöðugri breytingu frá okkur séð en hún gæti einnig verið fyrirfram ákveðin, að hluta eða algjörlega, án þess að við höfum aðgang að því hvernig hún muni fara fram. Hún fer eftir orsökum og afleiðingum atburða sem eru að gerast og eiga eftir að gerast.

Tímaeiningar

[breyta | breyta frumkóða]