Herts

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Herts (þýska Hertz), er SI-mælieining tíðni, táknuð með Hz. Nefnd eftir þýska eðlisfræðingnum Heinrich Rudolf Hertz (1857-1894). Eitt herts jafngildir sveiflutíðninni einni sveiflu á sekúndu, samsvarandi því að ákveðinn atburður gerist einu sinni á hverri sekúndu (kallast einnig rið), þ.e. 1 Hz = 1 s-1 = 1 rið.