Fara í innihald

Rokkur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Öldruð kona spinnur á írskan rokk - frá um 1900
Myndband af konu að spinna á charkharokk
Þessi myndræma sýnir Gandhi spinna á charkha rokk. Myndræman er frá 1925-1928.
Sænskur hjólrokkur

Rokkur er handknúið eða fótstigið verkfæri með allstóru kasthjóli, til að spinna þráð og vinda þráðinn upp á snældu. Rokkar komu fyrst fram í Indlandi á tímabilinu 500 f.k. til 1000 f.k. Rokkarnir leystu af hólmi eldri tækni sem var að spinna með halasnældu. Spunavélar komu svo í stað rokka á tímum Iðnbyltingarinnar.

Elstu skýringarmyndir sem sýna rokka eru frá Bagdad frá árinu 1234, Kína frá árinu 1270 og Evrópu frá árinu 1280. Fundist hafa ummerki um að rokkar hafi verið í notkun í Kína og Austurlöndum nær þegar á elleftu öld.

Fyrstu rokkarnir voru hinir indversku charkharokkar. Í frelsisbaráttu Indverja kvatti Mahatma Gandhi Indverja til að spinna og vefa efnið khadi á slíka vefstóla og var það bæði liður í frelsisbaráttunni og til að stuðla að sjálfsögun.

Síðan komu fram svonefndir skotrokkar en það eru handknúnir rokkar með stóru hliðarhjóli.

Orðið skotrokkur eða stólrokkur er einnig notað í íslensku um fótstiginn rokk með hliðarhjóli þ.e. með snældubúnaði (hnokkatré og rokksnældu) við hliðina á rokkhjólinu.

Erfitt er að fastsetja ártöl fyrir þróun rokksins. Í fyrstu voru rokkar handknúnir en sagnir herma að árið 1533 hafi íbúi í Brúnsvík í Neðra-Saxlandi búið til rokk með fótstigi og þá gat sá sem spann notað fótinn til að tvinna þráðinn saman og báðar hendur til að spinna. Á 16. öld ná útbreiðslu fótstignir rokkar sem tvinna saman garni.

Í árdaga Iðnbyltingar þurfti að minnsta kost fimm manns á rokkum til að spinna garn fyrir einn vefstól. Lewis Paul and John Wyatt reyndu að auka afköst í spuna og fengu einkaleyfi á rokk sem þeir nefndu Roller Spinning machine árið 1738.

Rokkar á Íslandi[breyta | breyta frumkóða]

Upphaflega var mest spunnið á halasnældu en hjólrokkar tóku ekki að berast til landsins fyrr en á miðri 18. öld og fram yfir miðja 20. öld tíðkaðist að nota halasnældur meðfram til að tvinna. Það var um 1711-1712 sem fyrsti rokkurinn og fyrsti vefstóllinn kom til Íslands og það var Lárus Gottrup sem flutti þá inn.


Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  • Greinin Spinning Wheel á ensku Wikipedía.