Fara í innihald

Spunavél

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Spunavél við Quarry Bank Mill
Mynd af einu vélinni sem varðveist hefur af spunavél Samuel Cromtons.

Spunavél er vél til að spinna þráð. Spunavélar tóku við af rokkum. Þróun spunavéla markar tímamót í iðnsögu og Iðnbyltingunni. Árið 1779 smíðaði Samuel Crompton spunavél sem tengja mátti við gufuvél. Árið 1786 fékk Richard Arkwright einkaleyfi á vatnsknúinni spunavél. Á árunum 1770-1800 margfaldaðist notkun á baðmull og verð á baðmull lækkaði. Spunavélaverksmiðjur spruttu upp við auðugar kolanámur í Mið-Englandi og Manchester varð miðstöð baðmullar

Spunavélar á Íslandi

[breyta | breyta frumkóða]

Á fyrri hluta 20. aldar urðu stórar spunavélar, 20 þráða eða stærri algengar í sveitum landsins. Margar þessara véla voru félagseign, eign hreppa eða búnaðarfélaga. Í Borgarfirði var þeim gjarnan komið fyrir nær jarðhita svo heitt væri hjá þeim sem spann. Spunavélar voru við Hreppslaug í Skorradal og að Sturlu-Reykjum í Reykholtsdal. Spunavélar voru stundum fluttar á milli bæja því þær voru þannig að gerð að fremur auðvelt var að taka þær í sundur. Hagleiksmenn í sveitum smíðuðu spunavélarnar. Þær þurftu mikið pláss. Árið 1897 var stofnað Tóvélar Eyjafjarðar.