Fara í innihald

Snælda

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Halasnælda)

Snælda eða halasnælda er handverkfæri, teinn (hali) úr tré með snúð úr tré, beini, steini eða blýi og hnokka úr eir eða járni á öðrum enda. Notað til að spinna/tvinna band.

Snælda er fornt verkfæri til að spinna þráð. Hún er gerð úr þremur hlutum, snúð, hala og hnokka. Snældusnúður var ýmist úr steini, beini eða tré. Hann var kringlóttur, flatur að neðan og kúptur að ofan og á honum miðjum var gat. Í gatið á snældusnúðnum var rekinn annar endi snælduhalans. Snælduhalinn var úr tré, hann var langur og mjór og mjókkaði frá snúðnum. Hnokki var lítill krókur úr eir eða járni sem var festur í efri halaendann.

Myndaröð sem sýnir hvernig spunnið er á snældu.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.