Raftónlist
Raftónlist er tónlist leikin á rafhljóðfæri eða önnur hljóðfæri notast við rafmagn, t.d. hljóðgervlum. Samkæmt þessari skilgreiningu er hægt að spila raftónlist á rafmagnsgítar, þá að hann flokkist ekki til rafhlóðfæra. Raftónlist einkennist af tærum rafhljóðum sem hægt er að framkalla með tæki eins og þeremín, hljóðgervla og tölvu.
Raftónlist hefur margar fjölbreytanlegar undirstefnur, allt frá hughrifatónlist til nútíma dægurónlist. Það skiftir í rauninni ekki máli hvernig tónlistinn er bara það að hún innihaldi rafhljóð og sé spiluð að mestu leyti með raftækjum.[1] Flest raftónlist er danstónlist sem einkennist af taktföstum 4/4 trommutöktum sem auðvelt er að dansa við. Meðal algengra tónlistarstefna má nefna house-tónlist, teknó-tónlist, trance-tónlist, dubstep, electro-tónlist, breakbeat og drum and bass.
Hljóðfæri
[breyta | breyta frumkóða]Hljóðfæri sem er mest notað í raftónlist nú til dags er fyrst og fremst tölva, síðan eru til alls konar aukabúnaður til þess að auðvelda listamanninum að stjórna tónlistinni. Áður fyrr notuðu raftónlistar menn hljóðgervla, hljómborð, trommuheila og alls konar effekta til þess að spila sína tónlist og gat búnaður oft verið mjög fyrirferðamikill. Listamaðurinn býr til trommutaktinn með því að slá inn taktinn eða velja innitalinn takt í trommuheilanum. Síðan er hægt að breyta og stýra hraða trommutaktsins og nota effekta til þess að breyta hljóðinu. Hljóðgervillinn virkar eins og píanó nema hvað að listamaðurinn getur stjórnað hljóðbylgjunum, breytt hljóðinu og búið til eigið hljóð. Í rafónlist er ekki mikið sungið og er því felst raftónlist hljóðfæratónlist (e. Instrumental music). Það hefur verið vinsælt að nota mikið af effektum ef notast er við söngur í raftónlist til þess að söngurinn verði sem mest eins og vélmenni.
Raftæki og þróun
[breyta | breyta frumkóða]Raftónlist varð til með tilkomu þeremínsins sem var fundið upp árið 1919. Það gerði rússnenskur vísindamaður að nafni Léon Theremin þegar hann ar að rannsaka útvörp og útvarpsbylgjur á mismunandi tíðnum. Þeremín er eina hljóðfærið sem byggist á því að hljóðfæraleikarinn snerti ekki hljóðfærið.[2] Tæknin hefur farið mikið framm síðan þá og hefur raftónlist farið samhliða tækninni í framför.
Árið 1928 var Trautonium fyrst búið til. Hljóðfærið var meðal annars notað til þess að herma eftir bjöllu og gong, það var ekki með neinum nótum og var notaður viðnámsvír og málmplata til þess að framkalla hljóðin. Hammond orgelið er byggt út frá Trautionium en Hammondið líktist frekar píanói og gat maður spilað á nótur.
Fyrstu hljómgervlarnir komu út upp úr 1950 voru svo kallaðir eininga hljómgervlar þar sem snúrur eru notaðir til þess að búa til farveg hljóðbygja og þannig búa til hljóð.
Í byrjun áttundaáratugarins voru mikil framför í hljóðgervlum, Moog gaf út Mini-Mog árið 1970 sem var fyrsti fjöldaframleiddi hljóðgervillinn sem var ákjósanlega ódýr og ekki eins fyrirferðamikill og eldri hljóðgerlvar. Mini-mog varð strax gífurlega vinsæll og margar vinsælar hljómsveitir hafa notað hljóðgervilinn í upptökum sínum, þar á meðal; Abba, Kraftwerk, Radiohead og Michael Jackson. Bassahljóðgervlar og trommuheilar urðu gífurlega vinsælir upp úr 1980 og voru þeir notaðir mikið í danstónlist. Dæmi um vinæslan bassahljóðgervill er Roland TB-303 og dæmi um vinsælan trommuheila eru Roland TR-808 og Roland TR-909. Síðan þá hafa hljóðgervlar og trommuheila orðið meira stafrænni og þróaðri.
Tónlistarhugbúnaður
[breyta | breyta frumkóða]Í dag eru ýmis tónlistarforrit, tónlistarhugbúnaður eða hljóðvinnsluforrit sem gera notendum kleift að búa til tónlist á skipulagðan og einfaldan máta. Listamenn geta keypt og niðurhalið öllum vinsælustu hljóðgerlvum og trommuheilum beint í tölvuna og notað þá líkt og gert var fyrir nokkurum áratugum Fyrirtækið Soundstream bjó til fyrsta hljóðvinnslu forritið árið 1978, fyrirtækið kallaði forritið The Digital Editing System en það var ekki fyrr en seint á níunda áratuginum sem hugbúnaður í tölvum gátu ráðið við stafræna hljóðvinnslu.[3]
Dæmi um vinsæl tónlistarforrit
[breyta | breyta frumkóða]Hljóðheimar
[breyta | breyta frumkóða]Hljóðheimar bjóða upp á kennslu og námskeið í raftónlistarsköpun, hljóðblöndun og upptökum (Ableton Live, Logic, Pro Tools, Bitwig Studio). Hljóðverið er útbúið hljóðgervlum, trommuheilum, effektum og öðrum nauðsynlegum búnaði við gerð á raftónlist. Markmið kennslunnar er að þjálfa nemendur í pródúseringu, hljóðhönnun, upptökum og hljóðblöndun með áherslur á að semja raftónlist. Hljóðheimar eru einnig umboðsaðilar fyrir Doepfer, Dave Smith Instruments, Vermona, Buchla sem dæmi.
Tónlistarskóli Kópavogs
[breyta | breyta frumkóða]Tónlistarskóli Kópavogs bíður upp á nám í tölvutónlist. Tónverið í skólanum er elsta starfandi tónver landsins og þar er mjög góð aðstaða. Markmið með náminu er að þjálfa nemendur í að nota tölvu sem aðalhljóðfæri. Nemendur útskirfast með framhaldsnám í tölvutónlist að námi loknu.[4]
Íslensk raftónlist
[breyta | breyta frumkóða]Íslensk raftónlist er afskaplega fjölbreytt og mjög vinsæl. Það sem einkennir íslenska raftónlist er það hveru mikið undirstefnunar blandast saman og listamenn og hljómsveitir taka innblástur frá mörgum stefnum og straumum. Vinsælir raftónlistarmenn og hljómsveitir eru meðal annars: Björk, Bloodgroup, Berndsen, FM Belfast, Ghostigital, GusGus Samaris, Futuregrapher, Steed Lord og Sykur .
Sónar hátíðin
[breyta | breyta frumkóða]Sónarhátíðin er raftónlistarhátið og sú stærsta sinnar tegundar sem er haldin á hverju ári í Barcelona á Spáni en einnig er valið aðra staði í heiminum til þess að halda hátíðina. Sónar var einnig haldin í Hörpu í febrúar 2013 og komu þar fram fjölmargir listamenn, íslenskir og erlendir. Dæmi um íslenska tónlistarmenn sem hafa komið fram eru: Bloodgroup, GusGus, Mugison, Ólafur Arnalds, Retro Stefson og Sísý Ey.[5]
Frumkvöðlar raftónlistar
[breyta | breyta frumkóða]Kraftwerk
[breyta | breyta frumkóða]Kraftwerk er þýsk hljómsveit sem stofnuð var árið 1970 af Ralf Hütter og Florian Schneider-Esleben. Hljómsveitinn tók stóran þátt í því að gera raftónlist vinsæla og margir raftónlistarmenn hafa fengið innblástur frá tónlistinni þeirra. Þeir eru taldnir ákveðnir frumkvöðlar í raftónlist, þeir voru með fyrstu hljómsveitunum að notast eingöngu við hljóðgervla og tölvur til þess að spila tónlistina sína.
Kraftwerk mun spila á Iceland Airwaves tónlistarhátiðinni í Reykjavík í haust.[6]
Daphne Oram
[breyta | breyta frumkóða]Daphne Oram (31. desember 1925 – 5. janúar 2003) er bresk raftónlistarmaður. Hún fann upp Oramics tæknina árið 1957 en sú tækni felst í því að teikna hljóðbylgjur niður á blað. Hún var fyrsti framkvæmdarstjóri BBC Radiophonic Workshop stúdíósins
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Heiða María Sigurðardóttir. „Hvað er raftónlist?“. Sótt 13. mars 2013.
- ↑ HMS. „Þeremín“. Sótt 12. mars 2013.
- ↑ Robert Easton, Soundstream, the first Digital Studio, Recording Engineer/Producer, April 1976
- ↑ Tónlistarskóli Kópavogs. „Tölvutónlist“. Sótt 12. mars 2013.
- ↑ Sónar Reykjavík. „Sónar Reykjavík“. Sótt 12. mars 2013.
- ↑ icelandairwaves. „Kraftwerk is comming!“. Sótt 12. mars 2013.
Heimildir og ítarefni
[breyta | breyta frumkóða]- Reynolds, Simon (1998). Energy Flash: A Journey Through Rave Music and Dance Culture (London: Pan Macmillan). Kom út í Bandaríkjunum með titlinum Generation Ecstasy: Into the World of Techno and Rave Culture (Boston: Little, Brown, 1998; New York: Routledge, 1999).
- Shapiro, Peter (ritstj.) (2000). Modulations: a History of Electronic Music: Throbbing Words on Sound (New York: Caipirinha Productions).
- Sicko, Dan (1999). Techno Rebels: The Renegades of Electronic Funk (New York: Billboard Books).
Tenglar
[breyta | breyta frumkóða]* A timeline of electronic music Geymt 26 júní 2010 í Wayback Machine
- History of electronic musical instruments Geymt 17 júlí 2007 í Wayback Machine