Ríma

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Rímur)
Jump to navigation Jump to search

Ríma er ein tegund af hefðbundnum íslenskum kveðskap. Rímur eru ortar undir sérstökum bragarháttum, sem kallast rímnahættir, og samanstendur hver ríma yfirleitt af nokkrum tugum vísna. Rímur eru vanalega nokkrar saman, og kallast þá rímnaflokkur og eru ein samhangandi frásögn en hver ríma eins og einn kafli í sögu. Yrkisefni eru oftast sögur af hetjum, gjarnan fornsögur, riddarasögur eða ævintýri. Hver ríma er ort undir sama bragarhætti, en yfirleitt er breytt um bragarhátt á milli rímna í rímnaflokki. Hver ríma byrjar vanalega á mansöng, þar sem skáldið notar nokkrar vísur til þess að afsaka hvað hann sé lélegt skáld en voni samt að kvenþjóðin kunni að meta kveðskap hans. Eftir það kemur frásögn rímunnar í nokkrum tugum vísna, og gjarnan er síðasta vísa rímunnar höfð dýrar kveðin en hinar, til dæmis með meira innrími.

Saga rímnanna[breyta | breyta frumkóða]

Fyrstu þekktu rímurnar sem til eru á íslensku eru frá síðari hluta miðalda. Þær færðust mjög í aukana sem bókmenntagrein er frá leið miðöldum, og íslensk skáld ortu flestar þær sem til eru á 17., 18. og 19. öld. Um miðja 19. öld, eftir að Jónas Hallgrímsson ritaði mjög harðorðan ritdóm í Fjölni, fóru þær að komast úr tísku og lentu smám saman á jaðri bókmenntanna.

Rímahættir[breyta | breyta frumkóða]

Aðalgrein: Bragfræði

Hefðbundnar rímur eru ortar undir bragarháttum sem gróflega má skipta í þrjá flokka: Ferskeytlu (í fjórum línum), braghendu (í þrem línum) og afhendingu (í tveim línum). Hver þessara flokka á sér marga undirflokka, sem byggjast á mismunandi línulengd, mismunandi endarími og mismunandi innrími.

Nokkrar þekktar rímur[breyta | breyta frumkóða]

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]