Andrarímur fornu
Útlit
Andrarímur fornu (eða Öndrur) eru rímur frá 15. öld sem urðu feikivinsælar hér á landi fyrr á öldum og inniheldur alls 13 rímur. Höfundur Andrarímna er óþekktur en stundum hafa þær að hluta til verið eignaðar Sigurði blind í Fagradal. Andrarímur eru að hluta til varðveittar í Staðarhólsbók rímna og Kollsbók. Andrarímur eru hins vegar varðveittar heilar í alls 20 pappírshandritum að því er talið er. Yrkisefni Andra rímna hefur glatast (þ.e. sagan sem rímurnar voru kveðnar eftir) en fullvíst þykir að þær voru kveðnar eftir ritaðri sögu.
Andrarímur þykja vel ortar.