Vikivakakvæði
Útlit
Vikivakakvæði eru íslensk lýrísk danskvæði, frumort af Íslendingum, sem urðu vinsæl á vökunóttum hér á landi á 16. og 17. öld. og 18. öld. Stundum eru þessi kvæði einfaldlega kölluð vikivakar. Talið er að vikivakakvæðin hafi tekið við af sagnadansahefðinni þegar fram liðu stundir en sagnadansar eru epísk kvæði frá Mið-Evrópu sem Íslendingar kynntust nokkuð fyrr á kaþólskum tíma eða fyrir siðaskipti. Dæmi um þekkt vikivakakvæði eru Kvæðið af stallinum Kristí („Nóttin var sú ágæt ein") eftir Einar Sigurðsson í Heydölum (1539- 15. júlí 1626) og Drykkjuspil („Hýr gleður hug minn") eftir séra Ólaf Jónsson frá Söndum (um 1560-1627). Þjóðlög sem hafa varðveist við þessi gömlu vikivakakvæði eru annars sárafá.
Dæmi um íslensk vikivakakvæði
[breyta | breyta frumkóða]- Bónda kvæði
- Dansinn undir hlíða
- Drykkjuspil
- Eg er setztur að dröngum
- Eitt kellingar kvæði
- Fellur á engin móða
- Hér uppá svarar ein
- Kvæðið af stallinum Kristí
- Rám og hás er röddin mín
- Sá eg í gleðinni
- Sefur hjá seima lindi
- Svo sagði stúlkan
- Við stúlkuna vil eg stíga sjálfur mína
- Þær halda mig þurrlegan