Íslensk þjóðkvæði

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Íslensk þjóðkvæði eru kvæði sem hafa notið vinsælda á Íslandi alveg frá því á 15. öld og jafnvel mun lengur. Enginn veit um aldur þessara þjóðkvæða en sum þeirra eru eldforn og gætu sum þeirra hafa verið ort á þjóðveldisöld (sagnakvæði, þulur og barnagælur). Helstu einkenni íslenskra þjóðkvæða eru þau að þau eru höfundalaus, geymdust lengi á vörum manna og komust seint á blað eða bók.

Flokkun íslenskra þjóðkvæða[breyta | breyta frumkóða]

Helstu flokkar íslenskra þjóðkvæða eru:

  1. Barnagælur
  2. Sagnadansar
  3. Sagnakvæði
  4. Vikivakar
  5. Þulur

Rímur, heimsósómar, heimslystarkvæði, og ævi-og ellikvæði skilgreinast ekki til íslenskra þjóðkvæða þar sem þessir flokkar nutu mun meiri virðingar heldur en þjóðkvæðin. Þá eru höfundar rímna síðari alda t.a.m. yfirleitt þekktir, ólíkt kvæðum sem tilheyra flokkum íslenskra þjóðkvæða.