Staðarhólsbók rímna

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Staðarhólsbók rímna (AM 604 4to) er íslenskt skinnhandrit frá fyrri helmingi 16. aldar. Handritið varðveitir mikilvægasta safn íslenskra rímna frá miðöldum (ásamt Kollsbók) en handritið komst í eigu Árna Magnússonar árið 1707 frá Pétri Bjarnasyni bónda á Staðarhóli í Saurbæ.