Fara í innihald

Rio de Janeiro

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Ríó de Janeiro)
Rio de Janeiro

Rio de Janeiro eða Ríó (portúgalska Janúaráin) er stórborg í Brasilíu með um 6,2 milljónir íbúa en um 12,3 milljónir búa á stórborgarsvæðinu (2022). Hún er önnur stærsta borg landsins á eftir São Paulo og var höfuðborg þess til 1960. Ríó er 2550 km sunnan við miðbaug og þekkt fyrir baðstrendur, eins og Copacapana og Ipanema, fallegt borgarstæði milli fjallanna við suðurströnd Guanabaraflóa, og glæsilega kjötkveðjuhátíð þar sem sambaskólar keppa sín á milli í að setja upp sem glæsilegasta skrúðgöngu. Ríó er einnig þekkt fyrir stór fátækrahverfi, favelas, í hæðunum umhverfis borgina. Árið 2016 voru haldnir Ólympíuleikarnir í borginni.

Orðsifjar heitisins eru þær að 'rio' þýðir fljót, og 'janeiro' þýðir janúar, en Evrópumenn börðu fyrst Gwanabara-flóa, þar sem samnefnd á rennur til sjávar, augum fyrsta janúar árið 1502.

Borgarhlutar

[breyta | breyta frumkóða]
  • Centro
  • Copacabana
  • Lagoa Rodrigo de Freitas
  • Urca

Íþróttir

[breyta | breyta frumkóða]

Knattspyrna

[breyta | breyta frumkóða]
  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.