Fátækrahverfi
Útlit
Fátækrahverfi er hverfi í þéttbýli sem einkennist af mjög þéttri byggð af litlum gæðum sem tengist fátækt íbúanna. Innviðir fátækrahverfa eru oft lélegir. Þar er skortur á sorphirðu, fráveitu, hreinu vatni, tryggu rafmagni og löggæslu. Fátækrahverfi geta myndast í úthverfum þar sem húsnæði er úr lélegum byggingarefnum, eða byggt ólöglega á ósamþykktu landi; en líka í miðborgum þar sem húsnæði hefur hnignað vegna skorts á viðhaldi.