QAnon
QAnon er nafn á samsæriskenningu öfgahægrimanna í Bandaríkjunum[1] sem gengur út á að söfnuður satanískra barnaníðinga reki alþjóðlegan barnaníðshring sem teygi sig til allra heimshorna og bruggi launráð gegn Donald Trump Bandaríkjaforseta, sem á að vera helsti óvinur safnaðarins.[2] Kenningar QAnons ganga jafnframt yfirleitt út á að Trump sé að undirbúa sérstakan uppgjörsdag sem kallist „Stormurinn“ og muni leiða til þess að þúsundir meðlima söfnuðarins verði handteknir.[3][4] Enginn hluti þessarar kenningar á við rök að styðjast.[5][6][7][8] Stuðningsmenn QAnons hafa sakað marga frjálslynda Hollywood-leikara, stjórnmálamenn í Demókrataflokknum og háttsetta embættismenn um að vera meðlimir í barnaníðshringnum.[9]
Áhagendur QAnons halda því jafnframt fram að Trump hafi sett á svið samsæri með Rússum til þess að fá Robert Mueller til liðs við sig við að afhjúpa barnaníðshringinn og koma í veg fyrir að Barack Obama, Hillary Clinton og George Soros fremji valdarán.[10][11] Nettröll á mála hjá ríkisstjórn Rússlands hafa gefið samsæriskenningum QAnons byr undir báða vængi á samfélagsmiðlum[12][13][14][15][16][17] auk þess sem rússneskir ríkisfjölmiðlar hafa breitt út kenningarnar.[12][18]
Svipaðar samsæriskenningar á borð við Pizzagate-kenninguna svokölluðu, sem hefur síðan þá orðið hluti af hugmyndamynstri QAnons, höfðu áður náð útbreiðslu á netinu[19][20] en hin eiginlega samsæriskenningasmíð QAnon-hreyfingarinnar hófst í október árið 2017 á netspjallsíðunni 4chan með færslum notanda sem gekk undir nafninu „Q“. Almennt er gengið út frá því að notandinn Q hafi verið Bandaríkjamaður[21] en einnig hafa líkur verið leiddar að því að síðar hafi hópur fólks birt færslur undir notendanafninu Q.[22][23] Q sagðist vera háttsettur embættismaður með svokallaða Q-öryggisheimild og aðgang að leynilegum upplýsingum um ríkisstjórn Donalds Trump og andstæðinga hennar í Bandaríkjunum.[24] Fréttastofan NBC News hefur greint frá því að þrír einstaklingar hafi tekið hina upphaflegu færslu Q og dreift henni til ýmissa fjölmiðla til þess að byggja upp netfylgi í hagnaðarskyni. Ýmsir notendur á 4chan höfðu áður birt svipaðar færslur á undan Q með notendanöfnum á borð við FBIAnon, HLIAnon (High-Level Insider), CIAAnon, og WH Insider Anon.[25] Þótt hreyfingin sé bandarísk að uppruna hefur virkni hennar einnig verið talsverð utan Bandaríkjanna, einkum í Evrópu.[26]
Áhagendur QAnons fóru að birtast á kosningasamkomum Trumps í ágúst árið 2018.[27] Bill Mitchell, útvarpsmaður sem hefur talað fyrir kenningum QAnons, sótti „samfélagsmiðlafund“ í Hvíta húsinu í júlí 2019.[28][29] Stuðningsmenn QAnons merkja færslur sínar á samfélagsmiðlum gjarnan með myllumerkinu #WWG1WGA, sem er skammstöfun á slagorðinu „Where We Go One, We Go All“ (ísl. „Þangað sem eitt okkar fer, förum við öll“[30]). Á fjöldasamkomu Trumps í ágúst 2019 notaði maður slagorðið til að hita upp fyrir Trump en neitaði síðar að um væri að ræða vísun í QAnon. Þetta gerðist fáeinum klukkustundum eftir að alríkislögreglan birti skýrslu þar sem talað var um QAnon sem mögulega uppsprettu hryðjuverkastarfsemi.[31][32] Samkvæmt greiningu fjölmiðlasamtakanna Media Matters for America hafði Trump í október 2020 breitt út skilaboð QAnons að minnsta kosti 265 sinnum með því að deila eða minnast á 152 Twitter-færslur tengdar hreyfingunni, stundum oft á dag.[33][34] Stuðningsmenn QAnons fóru að kalla Trump „Q+“.[35]
Fjöldi stuðningsmanna QAnons er óljós en hreyfingin nýtur verulegs fylgis á netinu. Í júní árið 2020 hvatti Q fylgismenn sína til að sverja „hernaðareið stafrænna stríðsmanna“, sem margir gerðu og merktu með myllumerkinu #TakeTheOath á Twitter.[36] Næsta mánuð lét Twitter loka þúsundum notendaaðganga tengdum QAnon og breytti reikniforritum sínum til að draga úr útbreiðslu samsæriskenningarinnar.[37] Innri greining á Facebook í ágúst leiddi í ljós að milljónir stuðningsmanna hreyfingarinnar væru virkir á þúsundum hópa og síðna á samfélagsmiðlinum. Facebook gerði ráðstafanir síðar sama mánuð til að fjarlægja og takmarka virkni QAnons[38][39] og lét í október alfarið banna dreifingu samsæriskenningarinnar á miðlinum.[40] Fylgismenn QAnons hafa einnig flust á netmiðla á borð við EndChan og 8chan, þar sem þeir hafa skipulagt upplýsingaherferðir til að hafa áhrif á bandarísku forsetakosningarnar 2020.[41]
Margir áhagendur QAnons voru meðal þeirra stuðningsmanna Trumps sem réðust á þinghúsið í Washington í janúar 2021 eftir ósigur Trumps í forsetakosningunum gegn Joe Biden.[42][43][44]
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑
- Guglielmi, Giorgia (28. október 2020). „The next-generation bots interfering with the US election“. Nature. 587 (7832): 21. doi:10.1038/d41586-020-03034-5. PMID 33116324. Sótt 29. október 2020.
- Neiwert, David (17. janúar 2018). „Conspiracy meta-theory 'The Storm' pushes the 'alternative' envelope yet again“. Southern Poverty Law Center (enska). Sótt 14. október 2018.
- Collins, Ben; Zadrozny, Brandy (10. ágúst 2018). „The far right is struggling to contain Qanon after giving it life“. NBC News.
- Rosenberg, Eli (30. nóvember 2018). „Pence shares picture of himself meeting a SWAT officer with a QAnon conspiracy patch“. The Washington Post.
- „Broward SWAT sergeant has unauthorized 'QAnon' conspiracy patch at airport with VP, report says“. Sun-Sentinel. 30. nóvember 2018.
- Moore, McKenna (1. ágúst 2018). „What You Need to Know About Far-Right Conspiracy QAnon“. Fortune.
- Roose, Kevin (10. júlí 2019). „Trump Rolls Out the Red Carpet for Right-Wing Social Media Trolls“. The New York Times (bandarísk enska). ISSN 0362-4331. Sótt 17. júlí 2019.
- ↑ Roose, Kevin (28. ágúst 2020). „What Is QAnon, the Viral Pro-Trump Conspiracy Theory?“. The New York Times. Sótt 4. október 2020.
- ↑ Rozsa, Matthew (18. ágúst 2019). „QAnon is the conspiracy theory that won't die“. Salon. Sótt 17. apríl 2020.
- ↑ Spring, Marianna; Wendling, Mike (3. september 2020). „The link between Covid-19 myths and QAnon“. BBC News. Sótt 3. september 2020.
- ↑ Liptak, Kevin. „Trump embraces QAnon conspiracy because 'they like me'“. CNN. Sótt 20. ágúst 2020.
- ↑ „Why President Trump's refusal to refute QAnon conspiracy theorists matters“. CBS News. 20. ágúst 2020. Sótt 4. október 2020.
- ↑ Colvin, Jill (14. ágúst 2020). „Trump dodges question on QAnon conspiracy theory“. Associated Press. Sótt 4. október 2020.
- ↑ O'Reilly, Andrew (19. ágúst 2020). „Trump addresses QAnon conspiracy theory for the first time: 'I heard that these are people that love our country'“. Fox News.
- ↑ Sommer, Will (7. júlí 2018). „What Is QAnon? The Craziest Theory of the Trump Era, Explained“. The Daily Beast. Sótt 2. október 2020.
- ↑ Laviola, Erin (1. ágúst 2018). „QAnon Conspiracy: 5 Fast Facts You Need to Know“. Heavy.
- ↑ Stanley-Becker, Isaac (1. ágúst 2018). „'We are Q': A deranged conspiracy cult leaps from the Internet to the crowd at Trump's 'MAGA' tour“. The Washington Post. Sótt 19. september 2018.
- ↑ 12,0 12,1 Menn, Joseph (24. ágúst 2020). „Russian-backed organizations amplifying QAnon conspiracy theories, researchers say“. Reuters. Afrit af upprunalegu geymt þann janúar 15, 2021. Sótt 4. október 2020.
- ↑ Ross, Jamie (2. nóvember 2020). „Russia-Backed Twitter Accounts Pushed QAnon Theory Right From Its Start, Says Report“. The Daily Beast (enska). Sótt 7. janúar 2021.
- ↑ „Russian troll accounts purged by Twitter pushed Qanon, other conspiracies“. NBC News (enska). Sótt 7. janúar 2021.
- ↑ Menn, Joseph (2. nóvember 2020). „QAnon received earlier boost from Russian accounts on Twitter, archives show“. Reuters (enska). Sótt 7. janúar 2021.
- ↑ „Congressman Krishnamoorthi Requests Information From DNI Ratcliffe On Russian Use QAnon In Disinformation Efforts“. Congressman Raja Krishnamoorthi (enska). 19. október 2020. Sótt 7. janúar 2021.
- ↑ „Russian Trolls Spread Baseless Conspiracy Theories Like Pizzagate And QAnon After The Election“. BuzzFeed News (enska). Sótt 7. janúar 2021.
- ↑ Davis, Julia (24. ágúst 2020). „Russia Using QAnon Conspiracies to Help Get Trump Re-Elected“. The Daily Beast (enska). Sótt 7. janúar 2021.
- ↑ Sullivan, Margaret (1. ágúst 2018). „As the bizarre QAnon group emerges, Trump rallies go from nasty to dangerous“. The Washington Post. ISSN 0190-8286. Sótt 4. október 2020.
- ↑ Greenspan, Rachel E. (29. september 2020). „QAnon conspiracy theorists have been linked to a killing and multiple armed stand-offs. Here are the criminal allegations connected to the movement and its followers“. Insider. Sótt 4. október 2020.
- ↑ Martineau, Paris (19. desember 2017). „The Storm Is the New Pizzagate – Only Worse“. New York. ISSN 0028-7369. Sótt 26. mars 2018.
- ↑ Rothschild, Mike (29. maí 2018). „Who is Q Anon, the internet's most mysterious poster?“. The Daily Dot (bandarísk enska). Sótt 5. júlí 2018.
- ↑ Brean, Henry (13. júlí 2018). „Suspect in Hoover Dam standoff writes Trump, cites conspiracy in letters“. Las Vegas Review-Journal. ISSN 1097-1645. Sótt 14. júlí 2018.
- ↑ Griffin, Andrew (24. ágúst 2020). „What is Qanon? The Origins of the Bizarre Conspiracy Theory Spreading Online“. The Independent. London. Sótt 2. október 2020.
- ↑ Zadrozny, Brandy; Collins, Ben (8. ágúst 2018). „How three conspiracy theorists took 'Q' and sparked Qanon“. NBC News. Sótt 11. nóvember 2019.
- ↑ „Europe's QAnon followers embrace US election conspiracy theories“. POLITICO. 6. nóvember 2020.
- ↑ Bank, Justin; Stack, Liam; Victor, Daniel (1. ágúst 2018). „What Is QAnon: Explaining the Internet Conspiracy Theory That Showed Up at a Trump Rally“. The New York Times. ISSN 0362-4331. Sótt 1. ágúst 2018.
- ↑ Roose, Kevin (10. júlí 2019). „Trump Rolls Out the Red Carpet for Right-Wing Social Media Trolls“. The New York Times. ISSN 0362-4331. Sótt 17. júlí 2019.
- ↑ Durkee, Alison (8. júlí 2019). „Trump's "Social Media Summit" Is a Far-Right Troll Convention“. Vanity Fair. Sótt 17. apríl 2020.
- ↑ „What is the QAnon conspiracy theory?“. CBS News. 29. september 2020. Sótt 2. október 2020.
- ↑ Bump, Philip (2. ágúst 2019). „Hours after an FBI warning about QAnon is published, a QAnon slogan turns up at Trump's rally“. The Washington Post (enska). Sótt 17. apríl 2020.
- ↑ Kovensky, Josh (2. ágúst 2019). „Ex-Dem Who Spouted QAnon Slogan At Trump Rally Disavows QAnon“. Talking Points Memo. Sótt 17. apríl 2020.
- ↑ Kaplan, Alex. „Trump has repeatedly amplified QAnon Twitter accounts. The FBI has linked the conspiracy theory to domestic terror“. Media Matters for America. Sótt 18. október 2020.
- ↑ Nguyen, Tina (12. júlí 2020). „Trump isn't secretly winking at QAnon. He's retweeting its followers“. Politico.
- ↑ LaFrance, Adrienne (júní 2020). „The Prophecies of Q“. The Atlantic. ISSN 1072-7825. Afrit af uppruna á 29. ágúst 2020. Sótt 4. október 2020.
- ↑ Rosenberg, Matthew; Steinhauer, Jennifer (14. júlí 2020). „The QAnon Candidates Are Here. Trump Has Paved Their Way“. The New York Times.
- ↑ Conger, Kate (21. júlí 2020). „Twitter Takedown Targets QAnon Accounts“. The New York Times.
- ↑ Sen, Ari; Zadrozny, Brandy (10. ágúst 2020). „QAnon groups have millions of members on Facebook, documents show“. NBC News.
- ↑ Seetharaman, Deepa (19. ágúst 2020). „Facebook Removes QAnon Groups as It Expands Anti-Violence Policy“. The Wall Street Journal.
- ↑ O'Sullivan, Donie (6. október 2020). „Three years later, Facebook says it will ban QAnon“. CNN. Sótt 6. október 2020.
- ↑ Thomas, Elise (17. febrúar 2020). „Qanon Deploys 'Information Warfare' to Influence the 2020 Election“. Wired. Sótt 4. október 2020.
- ↑ Samúel Karl Ólason (7. janúar 2021). „Öfgamenn áberandi í árásinni á þinghúsið“. Vísir. Sótt 7. janúar 2021.
- ↑ „Hver er maðurinn með hornin?“. mbl.is. 7. janúar 2021. Sótt 7. janúar 2021.
- ↑ Samúel Karl Ólason (7. janúar 2021). „Konan sem skotin var til bana var lengi í flughernum og ötull stuðningsmaður Trumps“. Vísir. Sótt 7. janúar 2021.