Fara í innihald

Nettröll

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Nettröll er „sá eða sú sem vísvitandi móðgar eða ögrar öðrum netnotendum“ (samkvæmt íslenskri nútímamálsorðabók á vefsíðu Árnastofnunar).[1]

Notkun orðsins[breyta | breyta frumkóða]

Nettröll hafa haft víðtæk áhrif á umræðu hér á landi sem og víðar. Vefmiðillinn Kjarninn greinir frá að í Facebook pistli sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, skrifaði í upphafi árs 2016 hafi hann sagt að „...nettröll eru hvorki þekkt fyrir einbeitingu né yfirvegun“.[2]

Í september 2018 birtist grein á vef Blaðamannafélags Íslands þar sem sagt var frá því að yfir 100 fréttir sem birst hafi í Bretlandi byggi á Twitterfærslum frá rússneskum nettröllum.[3]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. islenskordabok.arnastofnun.is/ord/67145
  2. „Sigmundur Davíð: Nettröll hvorki þekkt fyrir einbeitingu eða yfirvegun“. Kjarninn. 7. janúar 2016.
  3. „Bretland: Yfir 100 fréttir vitna í rússnesk nettröll!“. Blaðamannafélag Íslands. 9. nóvember 2018.