George Soros

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
George Soros

George Soros (f. 12. ágúst 1930) er ungverskur verðbréfasali og spákaupmaður fæddur í Búdapest í Ungverjalandi. Hann hét þá György Schwartz en Tivadar faðir hans breytti fjölskyldunafninu í Soros árið 1936. Faðir hans var rithöfundur sem skrifaði bækur sínar að mestu á esperanto. Soros lærði esperanto strax í bernsku og er einn þeirra sem hefur það tungumál að móðurmáli.

Soros flúði frá Ungverjalandi árið 1946 með því að taka þátt í ungmennaþingi esperanto á Vesturlöndum. Hann flutti til Englands árið 1947 og útskrifaðist frá London School of Economics árið 1952. Til Bandaríkjanna flutti hann svo árið 1952.

Soros efnaðist á fjármálaviðskiptum svo sem spákaupmennsku varðandi gjaldmiðla. Fyrstu kynni Sorosar af gjaldeyrisviðskiptum voru á táningsárum en þá verslaði hann með gjaldmiðla í ofsaverðbólgu á árunum 1945-46. Soros er þekktastur fyrir skortsölu á breskum pundum árið 1992 og varð hann þekktur sem „Maðurinn sem felldi pundið“. Í september 1992 hóf Soros „árás“ á pundið og veðjaði hann tíu milljörðum dala á að pundið myndi falla í verði. Raunar er ofmælt að hann hafi fellt pundið, heldur sá hann fyrir að annaðhvort myndi pundið falla eða efnahagur Bretlands hrynja. Hann veðjaði á líklegri kostinn.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.