Samsæriskenning

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Samsæriskenningar eru kenningar þar sem kennismiðir hennar líta á opinberar skýringar sem vafasamar eða ósannar. Í stað opinberu skýringana reyna kennismiðirnir að finna aðrar skýringar. Kenningarnar eru misjafnlega róttækar, frá einföldum kenningum til kenninga um kerfi eða hulin leyndarþráð í gjörðum einstaklinga, fyrirtækja eða stofnana. Orðið samsæriskenningar er venjulega notað í neikvæðri merkingu, og oft notað til að gera lítið úr spillingarkenningum.

Rannsóknir á samsæriskenningum[breyta | breyta frumkóða]

Lending Apolo 11[breyta | breyta frumkóða]

Appaló 11 er fyrsta mannaða ferð Bandaríkjanna til tunglsins. Margar samsæriskenningar draga þá ferð í efa. Samkvæmt rannsóknum, og gögnum frá öðrum en NASA og kennismiðum kemur annað í ljós. Curtin háskólinn í Ástralíu rannsakaði steina frá Appolo ferðum Nasa, út frá aldursgreiningu. Elsti steinninn var 4.5 billjón ára, eða 200 milljón ára eldri en elstu steinar jarðarinnar.
Í appolo ferðunum var ekki eingöngu tekin efni, heldur jafnframt komið fyrir endurvörpum. Þessi tæki virka þannig, ef að leysir, á svipaðri stærðargráðu og finnst í stjörnuskoðunarstöðvum, er beint á rétttann stað, þá fæst út endurvarp. Sú tilraun er reglulega gerð af stofnunni Observatore de La Cote D´Azur, stjörnuskoðunarstöðvunum McDonald, Apache point, Halekala og í sjónvarpsþættinum MythBusters. Þar kom fram, að tunglið endurvarpar ekki leysi geislum og sýnt fram á tilvist endurvarpana með auknu tíðnisviði.
Jafnframt í sérstökum þáttum Mythbusters, sem sérhæfa sig í að sanna, eða afsanna kenningar, voru aðrar kenningar jafnframt teknar fyrir. Kenningarnar um að myndirnar væru falsaðar út af skugga, að fáninn blakti af sjálfsdáðum, fótspor á tunglinu dregin í efa og að myndskeiðið væri falsað, voru allar rannsakaðar, með neikvæðri niðurstöðu. Í raun, gekk þátturinn það langt, að segja að lending Appaló 11 gerðist í raun og veru. Jafnframt rennir það stoðum undir að Appoló hafi lent á tunglinu, að engin af geimferðarstofnunum jarðarinnar trúa samsæriskenningum um atburðinn.[1]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Fyrirmynd greinarinnar var „Third-party evidence for Apollo Moon landings“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 20. september 2010.

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]