Beint lýðræði
Beint lýðræði er form lýðræðis þar sem vald til stjórnmálaákvarðana er falið almenningi á þingi þar sem kosið er um þær. Andstæðan við beint lýðræði er fulltrúalýðræði. Í því tilviki kýs almenningur þingmenn sem sitja á þingi í umboði þeirra. Innan ramma fulltrúalýðræðis rúmast þó dæmi um notkun beins lýðræðis; til að mynda notkun þjóðaratkvæðagreiðslna.
Gagnrýni á notkun beins lýðræðis
[breyta | breyta frumkóða]Megin rökin gegn beinu lýðræði við almenna afgreiðslu og setningu laga, jafnvel í fámennu ríki eins og til dæmis Íslandi, eru þau að í fyrsta lagi gæfist ekki tími til þess að hver og einn fengi að tjá sig um efnið;[1] í öðru lagi snúast lög í mörgum tilvikum um flókin úrlausnarefni sem krefjast sérþekkingar og í slíkum tilvikum gætu kjósendur almennt ekki verið nægilega vel upplýstir um viðfangsefnið;[2][3] loks er engin trygging fyrir því að heildaryfirsýn yrði yfir lagasetningu, í einu tilviki gætu lög sem ykju útgjöld ríkisins verið samþykkt og því næst væru skattar lækkaðir. Niðurstaðan yrði þá sú að kostnaður ríkisins ykjist á sama tíma og tekjur lækkuðu og afleiðingin sú að ríkissjóður væri rekinn með tapi.
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Ólafur Páll Jónsson. „Hvað er lýðræði?“. Vísindavefurinn 27.2.2009. http://visindavefur.is/?id=16021. (Skoðað 1.4.2010).
- ↑ Guðmundur Hálfdanarson. „Er fulltrúalýðræði hentugasta stjórnarfyrirkomulagið?“. Vísindavefurinn 7.3.2000. http://visindavefur.is/?id=188. (Skoðað 1.4.2010).
- ↑ Guðbrandur Örn Arnarson, „Upplýsingatækni og beint lýðræði“ Geymt 25 apríl 2009 í Wayback Machine