Pírataflokkur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita
Merki Pirate Party

Pírataflokkur (stundum nefndur sjóræningjaflokkur) er heiti sem stjórnmálahreyfingar hafa tekið upp í nokkrum löndum. Pírataflokkar eiga það sameiginlegt að styðja borgaraleg réttindi, beint lýðræði, umbætur á höfundarréttar- og einkaleyfa lögum, frjálsa miðlun þekkingar (opið efni), friðhelgi einkalífs, gagnsæi og frelsi upplýsinga, ókeypis menntun, alþjóðlega heilsugæslu og skýr skil á milli ríkis og kirkju. Þeir aðhyllast nethlutleysi og alhliða, ótakmarkaðan aðgang allra að Internetinu sem nauðsynleg skilyrði þess.

Upphafið[breyta | breyta frumkóða]

Fyrsti Pírataflokkurinn var hið sænska Piratpartiet, stofnað þann 1. janúar 2006 undir forystu Rickard Falkvinge. Nafnið kom frá Piratbyrån, sænskum samtökum sem voru á móti höfundarrétti en meðlimir Piratbyrån höfðu áður stofnað BitTorrent vefinn The Pirate Bay. Piratbyrån var sænsk útgáfa af danska félaginu PiratGruppen, sem stofnað var sem andsvar við AntiPiratGruppen sem barðist fyrir hertum lögum um hugverkaþjófnað. Fjölmiðlar og kvikmynda- og tónlistariðnaðurinn tóku upp nafnið „pirat“ (sjóræningi) frá þessum fyrstu samtökum.

Íslensk samtök[breyta | breyta frumkóða]

Þann 24. nóvember 2012 var formlega stofnaður Pírataflokkur á Íslandi undir nafninu Píratar.[1][2][3] Á stofnfundinum voru samþykkt drög að lögum fyrir flokkinn og þar ákveðið að nafn hans skyldi vera Píratar (hjánefni Pirate Party Iceland).[4] Flokkurinn bauð fram í Alþingiskosningum 2013 undir listabókstafnum Þ[5] og hlaut þrjú þingsæti.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. „Píratapartýið". . (Píratapartýið). Skoðað 26. júlí2012.
  2. „Píratar halda stofnfund". . (mbl.is). Skoðað 25. nóvember2012.
  3. „Stofnfundur". . (Píratapartýið). Skoðað 25. nóvember2012.
  4. „Lög/drög". . (Píratapartíið]). Skoðað 13. janúar2013.
  5. „Píratar fá Þ“. mbl.is [á vefnum]. 20. febrúar 2013, [skoðað 20-02-2013].

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

Tengill[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi stjórnmálagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.