Fara í innihald

Páll 1. Rússakeisari

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Páll I (Rússland))
Skjaldarmerki Holstein-Gottorp-Rómanov-ætt Rússakeisari
Holstein-Gottorp-Rómanov-ætt
Páll 1. Rússakeisari
Páll 1.
Ríkisár 17. nóvember 179623. mars 1801
SkírnarnafnPavel Petrovítsj Rómanov
Fæddur1. október 1754
 Sankti Pétursborg, Rússlandi
Dáinn23. mars 1801 (46 ára)
 Sankti Pétursborg, Rússlandi
GröfDómkirkja Péturs og Páls
Undirskrift
Konungsfjölskyldan
Faðir Pétur 3. Rússakeisari
Móðir Katrín mikla
KeisaraynjaVilhelmína Lovísa af Hesse-Darmstadt (g. 1773; d. 1776)
Soffía Dórótea af Württemberg (g. 1776)
Börn10, þ. á m. Alexander 1. og Nikulás 1.

Páll 1. (Па́вел I Петро́вич á kyrillísku letri; Pavel Petrovítsj á rússnesku) (1. október 1754 – 23. mars 1801) var keisari Rússlands frá 1796 til 1801. Hann var opinberlega eini sonur Péturs 3. og Katrínar miklu en Katrín gaf í skyn að hann væri raun sonur ástmanns hennar, Sergej Saltykov (sem var einnig kominn af Rómanov-ættinni, nánar tiltekið af systur fyrsta Rómanov-keisarans, Tatjönu Fjodorovnu Rómanovu).[1]

Páll lifði í skugga móður sinnar mestalla ævi sína. Keisaratíð hans entist aðeins í fimm ár og endaði með því að hann var myrtur af samsærismönnum. Á valdatíð sinni setti hann ný lög um erfðaröðina af rússnesku krúnunni sem voru við lýði þar til rússneska keisaradæmið leið undir lok árið 1917.

Frá 1799 til 1801 var hann formlega stórmeistari Jóhannesarriddaranna og skipaði byggingu ýmissa maltneskra hásæta.[2]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Zagare, Liena (18. ágúst 2005). „Dangerous Liaisons“. Arts+. The New York Sun. bls. 15. Afrit af upprunalegu geymt þann 1. mars 2016. Sótt 17. febrúar 2016. „[...] it is very strongly suggested, that the later Romanovs were not, in fact, Romanovs.“
  2. „Мальтийский орден“. Encyclopaedia of Saint Petersburg. Afrit af upprunalegu geymt þann 21. ágúst 2018. Sótt 12. maí 2018.


Fyrirrennari:
Katrín 2.
Rússakeisari
(17961801)
Eftirmaður:
Alexander 1.