Orkneyjajarlar

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Orkneyjajarlar voru upphaflega norskir jarlar sem fóru með völd í Orkneyjum, Hjaltlandi og hluta af Katanesi og Suðurlandi nyrst á Skotlandi. Jarlarnir voru löngum nokkuð sjálfstæðir, en stjórnuðu þó Orkneyjum og Hjaltlandi í umboði Noregskonungs. Sum þeirra svæða sem þeir réðu yfir á meginlandi Skotlands þágu þeir síðar í lén af Skotakonungi. Um skeið réðu jarlarnir einnig Suðureyjum.

Norskir Orkneyjajarlar[breyta | breyta frumkóða]

Fyrsti Orkneyjajarlinn var Rögnvaldur Eysteinsson Mærajarl (í Noregi). Haraldur hárfagri gaf honum jarlsnafn þar í sonarbætur, en Rögnvaldur vildi ekki setjast að í eyjunum og gaf Sigurði bróður sínum jarlsdæmið sama dag. Jarlarnir sem á eftir fylgdu, allt til 1232, voru afkomendur þeirra Rögnvalds og Sigurðar. Af Rögnvaldi voru einnig komnir Rúðujarlar, eða Hertogar af Normandí.

Um 1195 tóku Orkneyingar þátt í uppreisn gegn Sverri konungi, og sendu til Noregs herflokk sem kallaður var „Eyjarskeggjar“. Sverrir vann sigur á þeim og refsaði Orkneyingum með því að slá eign sinni á helstu höfðingjasetur í eyjunum. Jarlinn varð þá formlega norskur lénsmaður og Hjaltland tekið undan hans stjórn. Upp úr því fór jarlsdæmið að veikjast verulega.

Norska jarlsdæmið í Orkneyjum var oft undir samstjórn bræðra eða frænda.

Skoskir jarlar undir norsku krúnunni[breyta | breyta frumkóða]

Árið 1231 dó karlleggurinn af norsku jarlaættinni út. Árið eftir fórst skip með öllum helstu höfðingjum eyjanna, sem voru á leið frá Noregi. Hákon gamli Noregskonungur brá þá á það ráð (1236) að skipa sem jarl mann af skoskri höfðingjaætt (Angus-jarlar), sem átti ættir að rekja til Orkneyjajarla, og fóru afkomendur hans með völd í Orkneyjum a.m.k. til 1321. Þá voru tengslin við Noreg farin að trosna, og fór svo að Orkneyjar komust undir yfirráð Skotakonungs.

Angus-jarlar[breyta | breyta frumkóða]

Skoskir jarlar[breyta | breyta frumkóða]

Strathearn- og Sinclair-jarlar[breyta | breyta frumkóða]

Orkneyjajarlar á síðari öldum[breyta | breyta frumkóða]

Hertogi af Orkneyjum (1567)[breyta | breyta frumkóða]

Stewart-jarlar, önnur endurreisn jarlsdæmisins (1581)[breyta | breyta frumkóða]

Orkneyjajarlar, endurreistir í þriðja sinn (1696)[breyta | breyta frumkóða]

Líklegur arftaki, Oliver St John, greifi af Kirkjuvogi (f. 1969)

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]