Fara í innihald

Konungar í Jórvík

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Yfirráðasvæði konunga í Jórvík

Konungar í Jórvík voru flestir af norrænum uppruna. Norskir og danskir víkingar lögðu Norðymbraland undir sig um 866, og var konungdæmið Jórvík stofnað nokkrum árum síðar. Konungdæmið náði yfir Jórvíkurskíri (Yorkshire) og talsvert svæði þar í grennd. Snorri Sturluson segir í Heimskringlu að Norðymbraland sé fimmtungur Englands. Konungarnir réðu yfir Jórvík og Norðymbralandi. Stundum einnig yfir Dyflinni, eynni Mön og Borgunum fimm í Danalögum. Þetta svæði varð fyrir verulegum áhrifum af norrænni menningu.

Hálfdan Ragnarsson (loðbrókar) var fyrsti konungur í Jórvík, en Eiríkur blóðöx (d. 954) sá síðasti. Eftir að enska krúnan náði þessu svæði undir sig, var því lengi stjórnað af jörlum.

Listi yfir konunga í Jórvík

[breyta | breyta frumkóða]