Fara í innihald

Neógentímabilið

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Neógen)
Australopithecus kom fram seint á Plíósentímabilinu.

Neógentímabilið er jarðsögulegt tímabil sem hófst fyrir 23,03 ± 0,05 milljón árum og lauk fyrir 2,588 milljón árum. Þetta er annað tímabil nýlífsaldar, á eftir paleógentímabilinu og á undan kvartertímabilinu. Neógen skiptist í tvö tímabil: míósen og plíósen.

Á þessum tíma þróuðust spendýr og fuglar yfir í tegundir sem líkjast þeim sem við þekkjum í dag. Fyrstu aparnir af mannætt litu dagsins ljós í Afríku. Á þessum tíma tengdust Norður-Ameríka og Suður-Ameríka við Panamaeiðið og lokuðu þar með á tengingu milli Kyrrahafs og Atlantshafs sem hafði mikil áhrif á hafstrauma. Golfstraumurinn varð þá til. Jörðin kólnaði töluvert þegar leið á þetta tímabil.