Fara í innihald

Plíósen

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Plíósentímabilið)
Áhrif Panamaeiðisins á dýralíf í Ameríku: Grænu dýrin eru norðuramerískar tegundir upprunnar í Suður-Ameríku og bláu dýrin eru suðuramerískar tegundir upprunnar í Norður-Ameríku.

Plíósen er tímabil í jarðsögunni fyrir 2,588-5,322 milljón árum og var það síðasta af fimm tímabilum tertíertímabilsins. Á plíósen hélt Alpafelling áfram að þróast. Jarðlög eru einkum storkubergs- og ferskvatnsmyndanir sem eru til marks um lækkandi sjávarstöðu. Landbrú myndaðist milli Suður- og Norður-Ameríku. Spendýr þróuðust og urðu ríkjandi. Apar sem líkjast mönnum komu fram.

Jarðlög frá plíósen finnast allvíða á Íslandi. Tjörneslögin eru þekktust þeirra. Dæmi um fjöll frá plíósen eru Akrafjall og Skarðsheiði. Loftslag fór kólnandi á síðari hluta plíósen enda var þá ísöldin (pleistósen) á næsta leiti.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.